Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:30 Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda. Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda.
Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira