Trump samþykkir að hafa hermenn í Sýrlandi um tíma Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 19:27 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til. Donald Trump Sýrland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til.
Donald Trump Sýrland Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira