Verða líklega að störfum fram á nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2018 11:54 Flytja þurfti slökkviliðsmann til aðhlynningar fyrr í morgun. Aðstæður á vettvangi eru gríðarlega erfiðar. Vísir/Rakel Ósk Sigurðardóttir Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
„Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13
Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55
Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53