„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 22:08 Dana White og Conor McGregor. Vísir/Getty Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018 MMA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira
Dana White, yfirmaður UFC, er verulega ósáttur við Conor McGregor og segir ljóst að honum verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína í New York nú í kvöld. Hann tók ekki fram hvernig McGregor yrði refsað og sagðist ekki hafa rætt við hann. Hann vildi ekki tala við hann. Írinn kjaftfori birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í Kvöld ásamt um 20 manna föruneyti og gekk af göflunum. Tilefnið virðist vera að UFC tilkynnti í dag að titillinn í léttvigt yrði tekinn af McGregor sem hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Khabib Nurmagomedov og Max Holloway munu berjast um titilinn á laugardaginn. Artem Lobov, sem hefur lengi verið í sama félagi og McGregor, átti einnig að berjast en hann tók þátt í athæfi McGregor og hefur verið meinað að koma fram á laugardaginn. Til átaka kom á milli Lobov og Nurmagomedov á þriðjudaginn og virðist það einnig hafa spilað inn í. McGregor og félagar hans réðust á rútu sem bardagamenn UFC voru í og kastaði McGregor tryllu í gegnum rúðu rútunnar. Við það skarst Michael Chiesa illa á andliti. Hann ætlar sér þó að keppa á laugardaginn eins og til stóð. „Þetta er það ógeðslegasta sem hefur gerst í sögu fyrirtækisins,“ sagði White, sem hélt því einnig fram að búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart McGregor. Það er þó ekki rétt samkvæmt frétt MMA Fighting. Lögreglan segist þó vera að leita að Íranum og vilja ræða við hann. Engar kærur hafa verið lagðar fram.Sjá einnig: Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York„Þetta er slæm ákvörðun af því tagi sem snýr fólki gegn þér. Hann réðst á rútu. Sko, hann á í illdeilum við Khabib vegna atviksins með Artem. Þú kemur ekki bara inn í Barcley Center, ræðst á fólk í rútu sem eru að fara að berjast og það versta var að það voru konur í rútunni. Þær eru bardagakappar, Rose er bardagakappi og Karolina er bardagakappi, en þessir fautar köstuðu hjólastöndum, stólum og öðrum hlutum í gegnum rúður rútunnar og þeim var alveg sama hverjir urðu fyrir þeim hlutum,“ sagði White. „Ég veit ekki hvort hann er á fíkniefnum eða hvað málið er. En að koma hingað og gera þetta, við erum að tala um mann sem á barn. Hann er nýbúinn að eignast barn og svona hagar hann sér?“ White sagði einnig að hann vissi til þess að fólk ætlaði að kæra McGregor. „Það sem gerðist í dag var glæpsamlegt, ógeðslegt, viðurstyggilegt og mér verður óglatt. Við sem fyrirtæki þurfum að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur.“ Hluti viðtals White pic.twitter.com/Hu35x5qgB3— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) April 5, 2018 McGregor kastar tryllu í gegnum rúðu rútunnar yoooooo... first time seeing this one. Conor has legit lost his mind. pic.twitter.com/XcLFd2FIMo— caposa (@Grabaka_Hitman) April 5, 2018
MMA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Sjá meira