Erlent

Vilja selja 40% ríkisins í TV 2

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umfangsmiklar breytingar gætu verið að eiga sér stað á fjölmiðlaumhverfi Danmerkur.
Umfangsmiklar breytingar gætu verið að eiga sér stað á fjölmiðlaumhverfi Danmerkur. TV2
Árleg framlög sem danskir fjölmiðlar fá úr ríkissjóði til að veita almannaþjónustu hækka úr 35 milljónum danskra króna í 220 milljónir, 40 prósenta hlutur danska ríkisins í TV 2 verður seldur, opinber stuðningur við nýja miðla eykst og stafrænir miðlar verða undanskildir virðisaukaskatti.

Þetta er á meðal atriða sem danska ríkisstjórnin hyggst grípa til í nýrri aðgerðaáætlun sinni um fjölmiðla. Þá ætlar ríkisvaldið að skera niður framlög til danska ríkisútvarpsins, DR, um 20 prósent á fimm árum, frá og með árinu 2019.

„Fjölmiðlanotkun Dana tekur miklum breytingum. Það kallar á pólitísk viðbrögð. Við skulum styðja við þann margbreytileika sem borgararnir eru að leita eftir,“ segir Mette Block menningarmálaráðherra í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×