Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Sótmengun af völdum umferðar í Reykjavík jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis svo sem Rotterdam og Helsinki. Borgarbúar fastir í umferðarhnút berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur Vísir/GVA Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45