Ullaði á gagnrýnanda með barnið sitt Benedikt Bóas skrifar 6. apríl 2018 05:58 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir var ósátt við gagnrýni Fréttablaðsins um leikverk hennar og ullaði framan í gagnrýnandann. Eitt sinn móðgaði John Lennon bresku þjóðina með sama háttalagi. Vísir/VIlhelm „Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari, tónlistarkona í FM Belfast og leikskáld, á Twitter-síðu sinni en hún á þar við Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins.Sigríður dæmdi verkið Lóaboratoríum og gaf því tvær stjörnur. Þetta var fyrsta verk Lóu sem sýnt var á sviði og bendir gagnrýnandi blaðsins á að leikskáld spretta sjaldnast fram fullsköpuð og að Lóa hefði þurft meiri stuðning í ferlinu. „Allur efniviðurinn er til staðar þannig að úr verði hnyttin ádeila um líf samtímakvenna sem væri svo sannarlega velkomið og þarft um þessar mundir. En húsið stendur á veikum grunni og umgjörðin heldur ekki. Íslensk leikritun dafnar ekki fyrr en skapað er umhverfi þar sem ungir höfundar geta þrifist, lært og skapað með stuðningi frá fagfólki,“ segir meðal annars í dómi Sigríðar.Sjá einnig: Gamansemi dugar ekki alltaf til Lóa var greinilega ekki tilbúin að meðtaka dóminn og segir enn fremur á Twitter-síðu sinni að sér hafi fundist Sigríður hafa skitið yfir verkið. Reyndar virðist Lóa hafa verið óheppin með fólk sem hún hitti þennan dag. Hún bendir á að sama dag hafi hún hitt mann sem skuldar henni þriggja mánaða laun en sá hafi setti fyrirtæki sitt í gjaldþrot. Þá hafi hún fengið póst frá lögfræðingi um að mögulega fái hún aðeins 30 prósent af launum sínum fyrir vinnuna á Airwaves-hátíðinni í fyrra. „En bara kannski,“ segir hún og bætir við að hún hafi sleppt því að ulla á kallinn sem skuldaði henni launin því hann hafi verið að leiða barnÍ gær: 1. Sá þann sem skuldar mér 3 mán. af launum en setti fyrirtækið sitt í gjaldþrot. 2. Sá konuna sem skeit yfir leikritið mitt í Fbl. 3. Fékk email frá lögfr. um að við fáum kannski 30% af laununum okkar f. airwaves '17 en bara kannski. #turdcup2018— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því.— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45 Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sumir eiga bara fræga vini Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
„Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari, tónlistarkona í FM Belfast og leikskáld, á Twitter-síðu sinni en hún á þar við Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins.Sigríður dæmdi verkið Lóaboratoríum og gaf því tvær stjörnur. Þetta var fyrsta verk Lóu sem sýnt var á sviði og bendir gagnrýnandi blaðsins á að leikskáld spretta sjaldnast fram fullsköpuð og að Lóa hefði þurft meiri stuðning í ferlinu. „Allur efniviðurinn er til staðar þannig að úr verði hnyttin ádeila um líf samtímakvenna sem væri svo sannarlega velkomið og þarft um þessar mundir. En húsið stendur á veikum grunni og umgjörðin heldur ekki. Íslensk leikritun dafnar ekki fyrr en skapað er umhverfi þar sem ungir höfundar geta þrifist, lært og skapað með stuðningi frá fagfólki,“ segir meðal annars í dómi Sigríðar.Sjá einnig: Gamansemi dugar ekki alltaf til Lóa var greinilega ekki tilbúin að meðtaka dóminn og segir enn fremur á Twitter-síðu sinni að sér hafi fundist Sigríður hafa skitið yfir verkið. Reyndar virðist Lóa hafa verið óheppin með fólk sem hún hitti þennan dag. Hún bendir á að sama dag hafi hún hitt mann sem skuldar henni þriggja mánaða laun en sá hafi setti fyrirtæki sitt í gjaldþrot. Þá hafi hún fengið póst frá lögfræðingi um að mögulega fái hún aðeins 30 prósent af launum sínum fyrir vinnuna á Airwaves-hátíðinni í fyrra. „En bara kannski,“ segir hún og bætir við að hún hafi sleppt því að ulla á kallinn sem skuldaði henni launin því hann hafi verið að leiða barnÍ gær: 1. Sá þann sem skuldar mér 3 mán. af launum en setti fyrirtækið sitt í gjaldþrot. 2. Sá konuna sem skeit yfir leikritið mitt í Fbl. 3. Fékk email frá lögfr. um að við fáum kannski 30% af laununum okkar f. airwaves '17 en bara kannski. #turdcup2018— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018 Ljósið í myrkrinu var að ég náði að ulla á konuna án þess að fimm ára sonur minn tæki eftir því.— Lóa (@Loahlin) April 5, 2018
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45 Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sumir eiga bara fræga vini Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Gamansemi dugar ekki alltaf til Nokkur spaugileg atriði duga ekki til að skapa heila sýningu. 30. janúar 2018 09:45