„Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2018 11:00 Hildur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira