Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 18:26 Tveir stærstu efnahagir heimsins eiga nú í viðskiptadeilum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. Ríkin eiga nú í viðskiptadeilu eftir að Bandaríkin settu tolla á vörur frá Kína og sökuðu þá um að stela hugverkarétt bandarískra fyrirtækja og koma fram við Bandaríkin með ósanngjörnum hætti. Enn sem komið er hafa leiðtogar ríkjanna eingöngu átt í orðaskaki og hafa engir tollar verið settir á. Hins vegar hafa ríkin til skiptist tilkynnt að tollar verða auknir vegna tolla hins ríkisins. Talsmaður fjármálaráðuneytis Kína, Gao Feng, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna væru óréttlátar og vanhugsaðar. Hann sagði Kína vera tilbúið til að bregðast við af mikilli hörku, eftir að Trump tilkynnti í gær að hækka ætti tolla á vörur frá Kína um hundrað milljarða dala.Feng tók þó ekki fram hvernig viðbörgð Kína myndu líta út.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar gætu deilurnar orðið að stærsta viðskiptastríði þjóða í áratugi og hafa helstu vísitölur heimsins lækkað á síðustu dögum.Bandarískir embættismenn hafa þó reynt að draga úr áhyggjum af viðskiptastríði en það hefur ekki gengið sem skyldi í dag. Sérfræðingar segja að deilurnar beri þegar merki hefðbundinna deilna sem geti stigmagnast fljótt. Helsti viðskiptaráðgjafi Trump, Larry Kudlow, sagði í dag að ekki væri hægt að benda á Trump. „Kennið Kína um, ekki Trump. Við getum ekki leyft Kína, sem er fyrsta heims ríki og verður að spila eftir reglunum, að stela tækni okkar. Þegar þeir stela okkar tækni eru þeir að stela kjarnanum úr framtíð okkar.“ Kudlow ítrekaði að hægt væri að leysa deilurnar með viðræðum.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira