Allt í plati! Stefán Pálsson skrifar 7. apríl 2018 15:00 Fyrir tæpri viku gerðu blaðamenn landsins sér það að leik að plata lesendur sína. Sannsögli og nákvæmni í frásögnum eru alla jafna þau gildi sem blaðamenn vilja halda á lofti, en einn dag á ári er gerð undantekning frá því. Það er fyrsta apríl. Sú hefð að helga einn vordag hrekkjum og ærslum virðist ævagömul. Með góðum vilja má því rekja sögu aprílgabbsins allt til Rómaveldis hins forna. Sá siður að senda fólk erindisleysu í aprílmánuði og gera viðkomandi þannig að aprílglóp virðist sömuleiðis gamalgróin. Samkvæmt sumum heimildum virðist þessi skemmtun ekki hafa verið bundin sérstaklega við fyrsta dag mánaðarins, en með tímanum virðist sú dagsetning þó hafa tekið völdin – enda kannski auðveldara að umbera einn dag á varðbergi fyrir hrekkjum gárunga en heilan mánuð. Það var þó í Bandaríkjunum sem fjölmiðlar tóku aprílgöbbin upp á sína arma. Þar í landi var sterk hefð fyrir blöðum sem lifðu á að spinna upp lygafréttir, lesendum sínum til skemmtunar. Í stríði blaðakónga um að selja fleiri blöð voru flest brögð leyfileg og sannleikurinn oft meðhöndlaður á frjálslegan hátt. Það var því ekki svo ýkja stórt stökk fyrir bandaríska ritstjóra að slá á létta strengi þann fyrsta apríl, þótt kollegar þeirra í Evrópu fylltust skelfingu og hryllingi við tilhugsunina eina. Fyrstu aprílgöbb bandarísku dagblaðanna gengu oftar en ekki út á falsaðar myndir. Frægt dæmi var forsíðumynd blaðsins Madison Capital-Times sem sýndi þinghúsið í Wisconsin hrynja saman á dramatískan hátt. Jafnvel glámskyggnasti lesandi gat þó skilið hvað klukkan sló við lestur sjálfrar fréttarinnar, sem gekk einkum út á að innihaldslaus loforðaflaumur og gaspur þingmanna hefði safnast fyrir í hvelfingu hússins og að lokum sprungið með herfilegum afleiðingum. Var raunar alvanalegt á þessum upphafsárum aprílgabba í blöðum, að lesendur væru upplýstir um það í lok fréttarinnar að um uppspuna væri að ræða.Snjóbylur frá Íslandi Fyrstu íslensku aprílgöbbin voru í þessum anda. Þau birtust í Morgunblaðinu og Vísi árið 1953 og létu mismikið yfir sér. „Fannkyngi á miðri Sahara!“ sagði í fyrirsögn á lítilli klausu á baksíðu Vísis. Heimildarmenn blaðsins í París sögðu frá því að lægð ofan frá Íslandi hefði flutt með sér óhemjumikla snjókomu, þannig að margra mannhæða fannir lægju nú yfir stórum hlutum Sahara-eyðimerkurinnar, þar sem annars hefði ekki fallið úrkoma í margar aldir. Til að koma í veg fyrir allan misskilning var þó sett klausa í lok fréttarinnar, sem prentuð var á haus, þar sem stóð: „Afsakið – 1. apríl.“ Gabb Morgunblaðsins var metnaðarfyllra, en það var loftmynd af Reykjavík, þar sem sjá mátti strætisvagn með vængjum og stéli. Í texta með myndinni kom fram að ljósmyndari blaðsins hefði tekið hana kl. 10:61 (!) úr flugvél. Sýndi hún fjögurra hreyfla farþega- og vöruflutningavél af nýjustu gerð og hefði komið til tals að halda uppi samgöngum milli Reykjavíkur og Akraness á slíkum vélum. Daginn eftir útskýrði blaðið gabbið, sem leitt hefði í ljós hvílík töfrabrögð mætti framkvæma með ljósmyndatækni. Staðhæfði blaðamaður að fjöldi lesenda hefði látið blekkjast og hringt á ritstjórnarskrifstofuna til að leita frekari upplýsinga. Flestir hafi þó séð í gegnum gabbið. Aftur var það myndadeild Morgunblaðsins sem sá um aprílgabbið árið eftir. Þar var því slegið upp að ameríski stórleikarinn Tyrone Power hefði heimsótt Reykjavík og mátti sjá hann á mynd ásamt Haraldi Á. Sigurðssyni leikara og stórkaupmanni og Bergi dyraverði í Sjálfstæðishúsinu. Tyrone Power hafði millilent á Íslandi árið 1947 og varð mikið fár í kringum komu hans þá. Verður því ekki sagt að gabbið hafi verið ýkja frumlegt og þótt myndin með fréttinni væri haganlega samansett máttu lesendur sjá í gegnum blekkinguna, enda var myndin sem notuð var af leikaranum sú sama og tekin var sjö árum fyrr og hafði margoft birst á prenti. Staðhæfði blaðið þó að fjöldi ungra lesenda hefði hringt til blaðsins til að forvitnast um hvort leikarinn væri örugglega farinn úr landi. Hitt blaðið sem birti aprílgabb árið 1954 var Tíminn. Flutti blaðið lesendum sínum öllu æsilegri sögu en af endurkomu gamallar Hollywoodstjörnu. Á baksíðu Tímans var sagt frá því að fljúgandi diskur hefði lent á Mýrdalssandi daginn áður. Útlit hins fljúgandi furðuhlutar féll vel að staðalmyndum um slík farartæki, en það var sagt eins og tveir matardiskar sem hvolft hefði verið saman, stálblátt á lit og án allra glugga. Eftir nokkurra mínútna viðdvöl á sandinum hefði farartækið hafið sig til flugs á ný en skilið eftir djúpa dæld í jarðveginum, um dagsláttu að stærð. Hafi lesendur Tímans látið blekkjast, var þeim snarlega kippt niður á jörðina í lokasetningu fréttarinnar, þar sem bent var á dagsetninguna og tekið fram að fréttin væri í samræmi við það. Daginn eftir sagði Tíminn frá því að helstu dagblöð Evrópu hefðu blekkt lesendur sína í tilefni dagsins og tiltók nokkur velheppnuð dæmi. Árið eftir færðu Tímamenn sig upp á skaftið og var enginn varnagli um fyrsta apríl rekinn í frétt blaðsins af leiðtogafundi Churchills, Eisenhowers og Bulganins sem halda skyldi í Reykjavík síðar í mánuðinum. Valdatíma Churchills á stóli forsætisráðherra var að ljúka og staðhæfði blaðið að með þessu vildu leiðtogarnir uppfylla ósk gamla mannsins um friðarfund. Hefði íslenska ríkisstjórnin fallist á málaleitanina, en líklega yrði leiðtogafundurinn haldinn í hátíðarsal Háskólans. Daginn eftir hældist Tíminn um, hversu vel hefði tekist til með aprílgabbið og sagði sögur af ýmsum Reykvíkingum sem hefðu látið platast, þar á meðal harðfullorðið fólk sem hafi rætt í þaula hvernig best yrði að berja þjóðhöfðingjana frægu augum. Ekkert hinna dagblaðanna bauð upp á gabb í tilefni dagsins og skrifaði Alþýðublaðið meira að segja leiðara í vandlætingartón þar sem Tíminn var skammaður fyrir þessa dægrastyttingu og því bætt við að erlendis tíðkaðist þessi siður helst hjá blöðum sem ekki væru vönd að virðingu sinni.Fljótasiglingar og spaghettí Hvort umvandanir Alþýðublaðsins höfðu mikil áhrif skal ósagt látið, en árin 1956 og 1957 bar fyrsta apríl upp á sunnudag og mánudag. Seinna árið kom Vísir út eitt dagblaða á þeim degi og birti smáklausu um að forsætisráðherrann Hermann Jónasson hefði ákveðið að segja af sér, eftir að hafa uppgötvað að völd væru ekki eftirsóknarverð og að stjórnin hefði svikið öll sín loforð. Ef til vill er þó réttara að líta á fréttina sem pólitíska skrítlu en eiginlegt aprílgabb. Þennan sama dag birti Ríkisútvarpið hins vegar sitt fyrsta gabb, sem segja má að hafi endanlega komið aprílgöbbum fjölmiðla á kortið. Alvörugefnir fréttamenn Ríkisútvarpsins lýstu þá siglingu skipsins Vanadísar upp Ölfusá. Fjölmargir bitu á agnið og var um fátt meira talað en þessa merku siglingu. Hældi Alþýðublaðið þessu velheppnaða aprílgabbi sérstaklega og virtist öll hneykslunin frá því tveimur árum fyrr á bak og burt. Ástæða þess að Vanadísar-gabbið varð svo árangursríkt er vafalítið sú mikla virðing sem borin var fyrir fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem taldir voru handhafar sannleikans og engum datt í hug að tengja við ærsl og léttúð. Það var skemmtileg tilviljun að þennan sama dag, birti BBC sitt frægasta og bestheppnaða aprílgabb í sjónvarpsþættinum Panorama. Þar var sýnd löng frétt um uppskeru spagettítrjánna á Ítalíu, þar sem bændur tíndu spagettílengjurnar varlega niður úr trjákrónunum og lögðu þvínæst til þerris. Áhorfendur trúðu fréttinni eins og nýju neti, enda stjórnendur Panorama álitnir nálega óskeikulir. Eins og drengurinn sem hrópaði „úlfur!“ fékk að reyna á eigin skinni, er fyrsta gabbið alltaf auðveldast. BBC og Ríkisútvarpið hafa sent út fjölmörg snjöll aprílgöbb frá árinu 1957 en engin þeirra hafa þó reynst jafn áhrifarík. Frá því snemma á sjöunda áratugnum hafa aprílgöbb verið fastur liður hjá flestum íslenskum fjölmiðlum. Myndaðist fljótlega sú hefð að ekki væri nóg að blekkja lesendur, heldur yrði helst að fá þá til að „hlaupa apríl“ – að fara eitthvert erindisleysu. Hafa því flest aprílgöbb snúist um að lofa fágætum og eftirsóttum varningi á kostakjörum, rétt á meðan birgðir endast. En það er önnur saga. Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fyrir tæpri viku gerðu blaðamenn landsins sér það að leik að plata lesendur sína. Sannsögli og nákvæmni í frásögnum eru alla jafna þau gildi sem blaðamenn vilja halda á lofti, en einn dag á ári er gerð undantekning frá því. Það er fyrsta apríl. Sú hefð að helga einn vordag hrekkjum og ærslum virðist ævagömul. Með góðum vilja má því rekja sögu aprílgabbsins allt til Rómaveldis hins forna. Sá siður að senda fólk erindisleysu í aprílmánuði og gera viðkomandi þannig að aprílglóp virðist sömuleiðis gamalgróin. Samkvæmt sumum heimildum virðist þessi skemmtun ekki hafa verið bundin sérstaklega við fyrsta dag mánaðarins, en með tímanum virðist sú dagsetning þó hafa tekið völdin – enda kannski auðveldara að umbera einn dag á varðbergi fyrir hrekkjum gárunga en heilan mánuð. Það var þó í Bandaríkjunum sem fjölmiðlar tóku aprílgöbbin upp á sína arma. Þar í landi var sterk hefð fyrir blöðum sem lifðu á að spinna upp lygafréttir, lesendum sínum til skemmtunar. Í stríði blaðakónga um að selja fleiri blöð voru flest brögð leyfileg og sannleikurinn oft meðhöndlaður á frjálslegan hátt. Það var því ekki svo ýkja stórt stökk fyrir bandaríska ritstjóra að slá á létta strengi þann fyrsta apríl, þótt kollegar þeirra í Evrópu fylltust skelfingu og hryllingi við tilhugsunina eina. Fyrstu aprílgöbb bandarísku dagblaðanna gengu oftar en ekki út á falsaðar myndir. Frægt dæmi var forsíðumynd blaðsins Madison Capital-Times sem sýndi þinghúsið í Wisconsin hrynja saman á dramatískan hátt. Jafnvel glámskyggnasti lesandi gat þó skilið hvað klukkan sló við lestur sjálfrar fréttarinnar, sem gekk einkum út á að innihaldslaus loforðaflaumur og gaspur þingmanna hefði safnast fyrir í hvelfingu hússins og að lokum sprungið með herfilegum afleiðingum. Var raunar alvanalegt á þessum upphafsárum aprílgabba í blöðum, að lesendur væru upplýstir um það í lok fréttarinnar að um uppspuna væri að ræða.Snjóbylur frá Íslandi Fyrstu íslensku aprílgöbbin voru í þessum anda. Þau birtust í Morgunblaðinu og Vísi árið 1953 og létu mismikið yfir sér. „Fannkyngi á miðri Sahara!“ sagði í fyrirsögn á lítilli klausu á baksíðu Vísis. Heimildarmenn blaðsins í París sögðu frá því að lægð ofan frá Íslandi hefði flutt með sér óhemjumikla snjókomu, þannig að margra mannhæða fannir lægju nú yfir stórum hlutum Sahara-eyðimerkurinnar, þar sem annars hefði ekki fallið úrkoma í margar aldir. Til að koma í veg fyrir allan misskilning var þó sett klausa í lok fréttarinnar, sem prentuð var á haus, þar sem stóð: „Afsakið – 1. apríl.“ Gabb Morgunblaðsins var metnaðarfyllra, en það var loftmynd af Reykjavík, þar sem sjá mátti strætisvagn með vængjum og stéli. Í texta með myndinni kom fram að ljósmyndari blaðsins hefði tekið hana kl. 10:61 (!) úr flugvél. Sýndi hún fjögurra hreyfla farþega- og vöruflutningavél af nýjustu gerð og hefði komið til tals að halda uppi samgöngum milli Reykjavíkur og Akraness á slíkum vélum. Daginn eftir útskýrði blaðið gabbið, sem leitt hefði í ljós hvílík töfrabrögð mætti framkvæma með ljósmyndatækni. Staðhæfði blaðamaður að fjöldi lesenda hefði látið blekkjast og hringt á ritstjórnarskrifstofuna til að leita frekari upplýsinga. Flestir hafi þó séð í gegnum gabbið. Aftur var það myndadeild Morgunblaðsins sem sá um aprílgabbið árið eftir. Þar var því slegið upp að ameríski stórleikarinn Tyrone Power hefði heimsótt Reykjavík og mátti sjá hann á mynd ásamt Haraldi Á. Sigurðssyni leikara og stórkaupmanni og Bergi dyraverði í Sjálfstæðishúsinu. Tyrone Power hafði millilent á Íslandi árið 1947 og varð mikið fár í kringum komu hans þá. Verður því ekki sagt að gabbið hafi verið ýkja frumlegt og þótt myndin með fréttinni væri haganlega samansett máttu lesendur sjá í gegnum blekkinguna, enda var myndin sem notuð var af leikaranum sú sama og tekin var sjö árum fyrr og hafði margoft birst á prenti. Staðhæfði blaðið þó að fjöldi ungra lesenda hefði hringt til blaðsins til að forvitnast um hvort leikarinn væri örugglega farinn úr landi. Hitt blaðið sem birti aprílgabb árið 1954 var Tíminn. Flutti blaðið lesendum sínum öllu æsilegri sögu en af endurkomu gamallar Hollywoodstjörnu. Á baksíðu Tímans var sagt frá því að fljúgandi diskur hefði lent á Mýrdalssandi daginn áður. Útlit hins fljúgandi furðuhlutar féll vel að staðalmyndum um slík farartæki, en það var sagt eins og tveir matardiskar sem hvolft hefði verið saman, stálblátt á lit og án allra glugga. Eftir nokkurra mínútna viðdvöl á sandinum hefði farartækið hafið sig til flugs á ný en skilið eftir djúpa dæld í jarðveginum, um dagsláttu að stærð. Hafi lesendur Tímans látið blekkjast, var þeim snarlega kippt niður á jörðina í lokasetningu fréttarinnar, þar sem bent var á dagsetninguna og tekið fram að fréttin væri í samræmi við það. Daginn eftir sagði Tíminn frá því að helstu dagblöð Evrópu hefðu blekkt lesendur sína í tilefni dagsins og tiltók nokkur velheppnuð dæmi. Árið eftir færðu Tímamenn sig upp á skaftið og var enginn varnagli um fyrsta apríl rekinn í frétt blaðsins af leiðtogafundi Churchills, Eisenhowers og Bulganins sem halda skyldi í Reykjavík síðar í mánuðinum. Valdatíma Churchills á stóli forsætisráðherra var að ljúka og staðhæfði blaðið að með þessu vildu leiðtogarnir uppfylla ósk gamla mannsins um friðarfund. Hefði íslenska ríkisstjórnin fallist á málaleitanina, en líklega yrði leiðtogafundurinn haldinn í hátíðarsal Háskólans. Daginn eftir hældist Tíminn um, hversu vel hefði tekist til með aprílgabbið og sagði sögur af ýmsum Reykvíkingum sem hefðu látið platast, þar á meðal harðfullorðið fólk sem hafi rætt í þaula hvernig best yrði að berja þjóðhöfðingjana frægu augum. Ekkert hinna dagblaðanna bauð upp á gabb í tilefni dagsins og skrifaði Alþýðublaðið meira að segja leiðara í vandlætingartón þar sem Tíminn var skammaður fyrir þessa dægrastyttingu og því bætt við að erlendis tíðkaðist þessi siður helst hjá blöðum sem ekki væru vönd að virðingu sinni.Fljótasiglingar og spaghettí Hvort umvandanir Alþýðublaðsins höfðu mikil áhrif skal ósagt látið, en árin 1956 og 1957 bar fyrsta apríl upp á sunnudag og mánudag. Seinna árið kom Vísir út eitt dagblaða á þeim degi og birti smáklausu um að forsætisráðherrann Hermann Jónasson hefði ákveðið að segja af sér, eftir að hafa uppgötvað að völd væru ekki eftirsóknarverð og að stjórnin hefði svikið öll sín loforð. Ef til vill er þó réttara að líta á fréttina sem pólitíska skrítlu en eiginlegt aprílgabb. Þennan sama dag birti Ríkisútvarpið hins vegar sitt fyrsta gabb, sem segja má að hafi endanlega komið aprílgöbbum fjölmiðla á kortið. Alvörugefnir fréttamenn Ríkisútvarpsins lýstu þá siglingu skipsins Vanadísar upp Ölfusá. Fjölmargir bitu á agnið og var um fátt meira talað en þessa merku siglingu. Hældi Alþýðublaðið þessu velheppnaða aprílgabbi sérstaklega og virtist öll hneykslunin frá því tveimur árum fyrr á bak og burt. Ástæða þess að Vanadísar-gabbið varð svo árangursríkt er vafalítið sú mikla virðing sem borin var fyrir fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem taldir voru handhafar sannleikans og engum datt í hug að tengja við ærsl og léttúð. Það var skemmtileg tilviljun að þennan sama dag, birti BBC sitt frægasta og bestheppnaða aprílgabb í sjónvarpsþættinum Panorama. Þar var sýnd löng frétt um uppskeru spagettítrjánna á Ítalíu, þar sem bændur tíndu spagettílengjurnar varlega niður úr trjákrónunum og lögðu þvínæst til þerris. Áhorfendur trúðu fréttinni eins og nýju neti, enda stjórnendur Panorama álitnir nálega óskeikulir. Eins og drengurinn sem hrópaði „úlfur!“ fékk að reyna á eigin skinni, er fyrsta gabbið alltaf auðveldast. BBC og Ríkisútvarpið hafa sent út fjölmörg snjöll aprílgöbb frá árinu 1957 en engin þeirra hafa þó reynst jafn áhrifarík. Frá því snemma á sjöunda áratugnum hafa aprílgöbb verið fastur liður hjá flestum íslenskum fjölmiðlum. Myndaðist fljótlega sú hefð að ekki væri nóg að blekkja lesendur, heldur yrði helst að fá þá til að „hlaupa apríl“ – að fara eitthvert erindisleysu. Hafa því flest aprílgöbb snúist um að lofa fágætum og eftirsóttum varningi á kostakjörum, rétt á meðan birgðir endast. En það er önnur saga.
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira