Árni Björn slær nýtt met Telma Tómasson skrifar 7. apríl 2018 21:15 Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek Hestar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek
Hestar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira