Árni Björn slær nýtt met Telma Tómasson skrifar 7. apríl 2018 21:15 Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek Hestar Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Afreksknapinn Árni Björn Pálsson gerði sér lítið fyrir og varð sigurvegari Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í fjórða sinn eftir hörkuspennandi úrslitakvöld í TM reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík. Hann innsiglaði sigurinn með góðu gengi í töltkeppni og úrvals spretti í flugskeiði. Með þessu slær Árni Björn nýtt met en enginn hefur áður unnið einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni jafn oft. Keppt var í tveimur greinum í gærkvöldi á lokamóti Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum, tölti og flugskeiði í gegnum höllina. Árni Björn mætti með Ljúf frá Torfunesi í töltið, sýningin í forkeppni ekki hnökralaus, en góð einkunn, 7,80, og fjórða sætið. Árni Björn er þekktur fyrir keppnisskap og áræðni, setti meiri kraft í sýningu sína í A-úrslitum og uppskar annað sætið með 8,25 í aðaleinkunn. Sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 Sport og má sjá brot úr sýningu Árna Björns í úrslitunum í meðfylgjandi myndskeiði. Fyrirséð var að Árni Björn og Jakob Svavar Sigurðsson myndu berjast um efsta sætið í einstaklingskeppninni, enda skildu aðeins eitt og hálft stig þá að fyrir lokagreinarnar tvær. Munurinn jókst lítillega eftir töltið, þrjú og hálft stig var á milli þeirra og leiddi Jakob Svavar, en hann sigraði töltkeppnina glæsilega á Júlíu frá Hamarsey. Þá var einungis flugskeiðið eftir, einföld tímataka og fljótasti sprettur myndi ráða úrslitum. Og það kom á daginn. Spennan magnaðist enn meir eftir fyrsta sprett en hann mistókst bæði hjá Jakobi Svavari og Árna Birni. Síðari spretturinn tókst hins vegar frábærlega hjá Árna Birni, flaug hann í gegnum höllina á Skykkju frá Breiðholti í Flóa á 4,88 sekúndum og uppskar þriðja sætið í keppnisgreininni og vann sér inn átta dýrmæt stig með því. Jakobi Svavari fataðist hins vegar flugið aftur, hestur hans lá ekki á skeiði og fór hann stigalaus út úr keppnisgreininni. Þessi niðurstaða varð til þess að Árni Björn skaust í heildarstigum upp fyrir Jakob Svavar, endaði með 52,5 stig og sigraði þar með Meistaradeildina í ár. Jakob Svavar varð annar með 48 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 35 stig. Sjá má úrslitasprett Árna Björns í meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður í A-úrslitum í tölti: 1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 8.78 2 Árni Björn Pálsson Ljúfur frá Torfunesi 8.25 3 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 8.17 4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti 7.61 5 Guðmundur F. Björgvinsson Austri frá Úlfsstöðum 7.50 6 Teitur Árnason Sólroði frá Reykjavík 7.06Bestu tímar í flugskeiði: 1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 4.73sek 2 Guðmundur F. Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum 4.75sek 3 Árni Björn Pálsson Skykkja frá Breiðholti í Flóa 4.88sek 4 Bjarni Bjarnason Randver frá Þóroddsstöðum 4.96sek 5 Þórarinn Ragnarsson Hákon frá Sámsstöðum 4.97sek 6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi 5.09sek
Hestar Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira