Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2018 23:15 70 borgarar eru sagðir hafa fallið í loftárásum á síðasta sólarhring. Vísir/AFP Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni. Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni.
Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Sjá meira
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08
Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16
Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58