Telja árásina ekki hafa verið hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Eldri konur í Japan eru oft einmana og sækja því í fangelsisvist. Vísir/EPA Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45
Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00