Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. apríl 2018 07:00 Faðir systkinanna hafði ekki gert grein fyrir tekjum frá lífeyrissjóði og úr séreignarsparnaði við gerð áætlunar. Vísir/Pjetur Systkin þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan örorkulífeyri föður síns heitins. Systkinin eru tekjulitlir námsmenn og töldu að fella ætti kröfuna niður vegna sérstakra aðstæðna. TR og úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRV) féllust ekki á þau rök. Faðir systkinanna fékk örorkulífeyri greiddan frá 1. júlí 2015 og þar til hann lést árið 2016. Í tekjuáætlun var gerð grein fyrir tekjum vegna atvinnuleysisbóta en ekki var gerð grein fyrir greiðslum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Fékk hann því ofgreiddar bætur sem því nam. TR lýsti þeirri kröfu í dánarbú mannsins. Skipti á dánarbúinu standa yfir. Í ljós hafi komið að búið var skuldugt og í því var meðal annars að finna yfirdráttarskuld, skuld vegna VISA-korts og skuld við ríkisskattstjóra. Systkinin eru bæði í námi í háskóla. Annað þeirra vinnur lítið samhliða námi en hitt reiðir sig alfarið á framfærslulán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vísuðu þau til ákvæðis í reglugerð um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags þar sem segir að heimilt sé að falla frá endurkröfu ofgreiddra bóta „ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi“.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/HANNAÍ kæru systkinanna til ÚRV segir að það að missa föður sinn skyndilega hafi reynst þeim erfið þraut sem meðal annars hafi seinkað þeim í námi. Ekki hafi bætt úr skák að faðir þeirra hafi skilið eftir sig skuldir. Útlit sé fyrir að þau þurfi að taka bankalán til að greiða skattskuld hans og það sé aðeins lítill hluti þess sem greiða þurfi. Í greinargerð TR segir að þar sem skiptum sé ekki lokið beri dánarbúið ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með einkaskiptum muni þau bera ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með því að búið sé lýst eignalaust beri systkinin ekki ábyrgð á þeim. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi metið fjárhagsstöðu búsins og erfingja þess í kjölfar kröfu þess efnis. Það var niðurstaða TR að eignir þess væru umfram skuldir. Þá væru erfingjarnir tveir um greiðslu skuldar föður síns og hefðu ekki sýnt fram á nein vanskil. Því væri ekki ástæða til að taka kröfu þeirra til greina. ÚRV taldi að föður þeirra hefði mátt vera ljóst að tekjur úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði ættu að hafa áhrif á bætur hans. Þá taldi nefndin að þrátt fyrir að systkinin hefðu litlar tekjur þá væru eignir þeirra umfram skuldir. Nefndin féllst á rök TR og hafnaði kröfum systkinanna. „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulífeyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir Þuríður. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Systkin þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan örorkulífeyri föður síns heitins. Systkinin eru tekjulitlir námsmenn og töldu að fella ætti kröfuna niður vegna sérstakra aðstæðna. TR og úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRV) féllust ekki á þau rök. Faðir systkinanna fékk örorkulífeyri greiddan frá 1. júlí 2015 og þar til hann lést árið 2016. Í tekjuáætlun var gerð grein fyrir tekjum vegna atvinnuleysisbóta en ekki var gerð grein fyrir greiðslum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Fékk hann því ofgreiddar bætur sem því nam. TR lýsti þeirri kröfu í dánarbú mannsins. Skipti á dánarbúinu standa yfir. Í ljós hafi komið að búið var skuldugt og í því var meðal annars að finna yfirdráttarskuld, skuld vegna VISA-korts og skuld við ríkisskattstjóra. Systkinin eru bæði í námi í háskóla. Annað þeirra vinnur lítið samhliða námi en hitt reiðir sig alfarið á framfærslulán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vísuðu þau til ákvæðis í reglugerð um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags þar sem segir að heimilt sé að falla frá endurkröfu ofgreiddra bóta „ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi“.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/HANNAÍ kæru systkinanna til ÚRV segir að það að missa föður sinn skyndilega hafi reynst þeim erfið þraut sem meðal annars hafi seinkað þeim í námi. Ekki hafi bætt úr skák að faðir þeirra hafi skilið eftir sig skuldir. Útlit sé fyrir að þau þurfi að taka bankalán til að greiða skattskuld hans og það sé aðeins lítill hluti þess sem greiða þurfi. Í greinargerð TR segir að þar sem skiptum sé ekki lokið beri dánarbúið ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með einkaskiptum muni þau bera ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með því að búið sé lýst eignalaust beri systkinin ekki ábyrgð á þeim. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi metið fjárhagsstöðu búsins og erfingja þess í kjölfar kröfu þess efnis. Það var niðurstaða TR að eignir þess væru umfram skuldir. Þá væru erfingjarnir tveir um greiðslu skuldar föður síns og hefðu ekki sýnt fram á nein vanskil. Því væri ekki ástæða til að taka kröfu þeirra til greina. ÚRV taldi að föður þeirra hefði mátt vera ljóst að tekjur úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði ættu að hafa áhrif á bætur hans. Þá taldi nefndin að þrátt fyrir að systkinin hefðu litlar tekjur þá væru eignir þeirra umfram skuldir. Nefndin féllst á rök TR og hafnaði kröfum systkinanna. „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulífeyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir Þuríður.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00