Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. apríl 2018 07:00 Faðir systkinanna hafði ekki gert grein fyrir tekjum frá lífeyrissjóði og úr séreignarsparnaði við gerð áætlunar. Vísir/Pjetur Systkin þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan örorkulífeyri föður síns heitins. Systkinin eru tekjulitlir námsmenn og töldu að fella ætti kröfuna niður vegna sérstakra aðstæðna. TR og úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRV) féllust ekki á þau rök. Faðir systkinanna fékk örorkulífeyri greiddan frá 1. júlí 2015 og þar til hann lést árið 2016. Í tekjuáætlun var gerð grein fyrir tekjum vegna atvinnuleysisbóta en ekki var gerð grein fyrir greiðslum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Fékk hann því ofgreiddar bætur sem því nam. TR lýsti þeirri kröfu í dánarbú mannsins. Skipti á dánarbúinu standa yfir. Í ljós hafi komið að búið var skuldugt og í því var meðal annars að finna yfirdráttarskuld, skuld vegna VISA-korts og skuld við ríkisskattstjóra. Systkinin eru bæði í námi í háskóla. Annað þeirra vinnur lítið samhliða námi en hitt reiðir sig alfarið á framfærslulán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vísuðu þau til ákvæðis í reglugerð um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags þar sem segir að heimilt sé að falla frá endurkröfu ofgreiddra bóta „ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi“.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/HANNAÍ kæru systkinanna til ÚRV segir að það að missa föður sinn skyndilega hafi reynst þeim erfið þraut sem meðal annars hafi seinkað þeim í námi. Ekki hafi bætt úr skák að faðir þeirra hafi skilið eftir sig skuldir. Útlit sé fyrir að þau þurfi að taka bankalán til að greiða skattskuld hans og það sé aðeins lítill hluti þess sem greiða þurfi. Í greinargerð TR segir að þar sem skiptum sé ekki lokið beri dánarbúið ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með einkaskiptum muni þau bera ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með því að búið sé lýst eignalaust beri systkinin ekki ábyrgð á þeim. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi metið fjárhagsstöðu búsins og erfingja þess í kjölfar kröfu þess efnis. Það var niðurstaða TR að eignir þess væru umfram skuldir. Þá væru erfingjarnir tveir um greiðslu skuldar föður síns og hefðu ekki sýnt fram á nein vanskil. Því væri ekki ástæða til að taka kröfu þeirra til greina. ÚRV taldi að föður þeirra hefði mátt vera ljóst að tekjur úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði ættu að hafa áhrif á bætur hans. Þá taldi nefndin að þrátt fyrir að systkinin hefðu litlar tekjur þá væru eignir þeirra umfram skuldir. Nefndin féllst á rök TR og hafnaði kröfum systkinanna. „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulífeyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir Þuríður. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Systkin þurfa að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan örorkulífeyri föður síns heitins. Systkinin eru tekjulitlir námsmenn og töldu að fella ætti kröfuna niður vegna sérstakra aðstæðna. TR og úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRV) féllust ekki á þau rök. Faðir systkinanna fékk örorkulífeyri greiddan frá 1. júlí 2015 og þar til hann lést árið 2016. Í tekjuáætlun var gerð grein fyrir tekjum vegna atvinnuleysisbóta en ekki var gerð grein fyrir greiðslum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Fékk hann því ofgreiddar bætur sem því nam. TR lýsti þeirri kröfu í dánarbú mannsins. Skipti á dánarbúinu standa yfir. Í ljós hafi komið að búið var skuldugt og í því var meðal annars að finna yfirdráttarskuld, skuld vegna VISA-korts og skuld við ríkisskattstjóra. Systkinin eru bæði í námi í háskóla. Annað þeirra vinnur lítið samhliða námi en hitt reiðir sig alfarið á framfærslulán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Vísuðu þau til ákvæðis í reglugerð um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags þar sem segir að heimilt sé að falla frá endurkröfu ofgreiddra bóta „ef alveg sérstakar aðstæður eru fyrir hendi“.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/HANNAÍ kæru systkinanna til ÚRV segir að það að missa föður sinn skyndilega hafi reynst þeim erfið þraut sem meðal annars hafi seinkað þeim í námi. Ekki hafi bætt úr skák að faðir þeirra hafi skilið eftir sig skuldir. Útlit sé fyrir að þau þurfi að taka bankalán til að greiða skattskuld hans og það sé aðeins lítill hluti þess sem greiða þurfi. Í greinargerð TR segir að þar sem skiptum sé ekki lokið beri dánarbúið ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með einkaskiptum muni þau bera ábyrgð á skuldinni. Ljúki skiptunum með því að búið sé lýst eignalaust beri systkinin ekki ábyrgð á þeim. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi metið fjárhagsstöðu búsins og erfingja þess í kjölfar kröfu þess efnis. Það var niðurstaða TR að eignir þess væru umfram skuldir. Þá væru erfingjarnir tveir um greiðslu skuldar föður síns og hefðu ekki sýnt fram á nein vanskil. Því væri ekki ástæða til að taka kröfu þeirra til greina. ÚRV taldi að föður þeirra hefði mátt vera ljóst að tekjur úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði ættu að hafa áhrif á bætur hans. Þá taldi nefndin að þrátt fyrir að systkinin hefðu litlar tekjur þá væru eignir þeirra umfram skuldir. Nefndin féllst á rök TR og hafnaði kröfum systkinanna. „Eins og staðan er í dag þá skerða allar skattskyldar tekjur örorkulífeyri. Í mínum huga þá finnst mér þetta afskaplega óréttlátt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Mörgum finnst þetta nánast eignaupptaka. Við vinnum ævina alla og borgum í lífeyrissjóð og síðan hirðir ríkið það allt til baka. Við búum hreinlega við ömurlegt kerfi,“ segir Þuríður.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00