Helga Möller móðgar Clausen-systur Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 10:08 Þórunn Erla telur umfjöllun RÚV um framlag Íslands hið undarlegasta en þær Clausen-systur eru síður en svo ánægðar með afgreiðslu Helgu á laginu. „Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“ Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
„Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“
Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47