Erlent

Sílóið hrundi í ranga átt

Birgir Olgeirsson skrifar
„Við höfðum ekki ímyndað okkur að þetta gæti farið svo illa,“ segir Kenneth Wegge sem hafði yfirumsjón með niðurrifi á geymsluturni, eða sílói, í dönsku borginni Vordingborg síðastliðið föstudagskvöld.

Sprengja átti þetta 53 metra háa sílóið þannig að það myndi hrynja niður á autt svæði. Þess í stað hrundi það á bókasafn og menningarmiðstöð borgarinnar.

Engan sakaði að sögn lögreglu en Kenneth Wegge sagði við danska fjölmiðla að enn væri ekki vitað hvað fór úrskeiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×