Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 15:53 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist aldrei hafa útilokað gjaldtöku í vegakerfinu ef aðrar leiðir eru mögulegar. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. Þetta kom fram í svari Katrín við óundirbúinni fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín gerði þar fjárframlög til samgöngumála í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að umtalsefni. Sagði hún að samkvæmt áætluninni væri fjárfesting í vegakerfinu ekki eins og vænst hafði verið til og sagði að hlutfallslega væru framlög til vegamála að minnka á áætlunartímanum ef tekið væri tillit til þess hversu mikið umferð mun aukast.Rifjaði upp orð Katrínar á landsfundi VG Þorgerður Katrín rifjaði síðan upp orð Katrínar Jakobsdóttur sem hún lét falla á landsfundi Vinstri grænna í október síðastliðnum, skömmu fyrir þingkosningar. „Þar minntist hún meðal annars á að það væri gripið til gervilausna, eins og hún orðaði það, í heilbrigðis-og samgöngumálum, og sagði þá einstaklinga sem ræddu einkaframkvæmd og gjaldtöku væru eingöngu að því vegna þess að þeir treystu sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber. [...] Nú hlýt ég að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, í ljósi orða samgönguráðherra hæstvirts, að það verði að fara að horfa og líta til annarra leiða, til gjaldtöku, til þess að hraða vegaframkvæmdum, hefur þetta verið rætt innan ríkisstjórnar og mun forsætisráðherra styðja samgönguráðherra í því að skoða gjaldtökur á þær leiðir sem eru til þess fallnar að hraða samgönguframkvæmdum?“ sagði Þorgerður Katrín.Þorgerður Katrín sagðist líta svo á að Katrín Jakobsdóttir væri að hverfa frá ræðu sinni á landsfundi VG og að flokkurinn væri nú orðinn ágætis gervitungl fyrir Sjálfstæðisflokkinn.vísir/hannaSagði Vinstri græn vera orðin ágætis gervitungl fyrir Sjálfstæðisflokkinn Katrín svaraði því til að samkvæmt fjármálaáætlun væri farið í sérstakt átak í samgöngumálum og benti á að á áætlunartímabilinu ætti að setja 124 milljarða í vegakerfið. Það skipti miklu máli en hún gæti hins vegar tekið undir það með Þorgerði Katrínu sem og Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, að þeir fjármunir myndu ekki leysa allan vandann. „Eins og ég hef bent á hefur fjárfesting í innviðum verið í sögulegu lágmarki á undanförnum árum. Hæstvirtur ráðherra hefur sagt að hann sé reiðubúinn að skoða gjaldtöku á leiðum þar sem aðrar leiðir eru möguleiki. Það er vissulega í takt við það sem við höfum séð áður gert. Það var til að mynda gert á sínum tíma í Hvalfjarðargöngunum. Þar var gjaldtakan rökstudd með því að önnur leið væri möguleg. Ég hef ekki lokað á slíka gjaldtöku, aldrei nokkurn tímann,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín kvaðst líta svo á að Katrín væri þarna farin frá ræðu sinni á landsfundi VG í október síðastliðnum. „Þá talaði hún meðal annars um ágæt fylgitungl Sjálfstæðisflokksins. Ég get ekki lesið það betur en svo að Vinstri græn séu nú orðin ágætis gervitungl með þeim flokki miðað við hver afstaðan er til gjaldtöku í samgönguframkvæmdum,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún bætti því svo við að það skipti máli að horfast í augu við veruleikann og það þætti henni núverandi samgönguráðherra gera auk þess sem forveri hans í starfi hefði gert slíkt hið sama. „Það þarf meira fjármagn og þýðir ekki að loka augunum fyrir því að við verðum að leita allra leiða. Fjármálaáætlunin segir blákalt við okkur sem byggjum meðal annars á því að keyra um landið að ekki sé verið að fjárfesta nægilega í vegaframkvæmdum. Það þarf að leita allra leiða. Þess vegna fagna ég því að hæstvirtur forsætisráðherra sé tilbúin til að fara í þá leið með okkur.“Sagðist auðvitað ekki vera að hverfa frá fyrri sýn Katrín svaraði Þorgerði á þann veg að hún gæti skemmt sér við „einhverja svona kerskni og látið eins og hér sé verið að hverfa frá fyrri sýn.“ Sagði Katrín að auðvitað væri svo ekki. „Samgönguáætlun sem hér var samþykkt 2016 var ekki fjármögnuð. Munurinn á þessari fjármálaáætlun og þeirri sem háttvirtur þingmaður stóð að á sínum tíma er að nú er samgönguáætlunin sem var samþykkt á þingi 2016 fjármögnuð. Það er munurinn. Það er það sem ég var að vísa í. Það dugir ekki annað en að horfa til þess hvernig við getum fjármagnað innviðina og fylgt því sem Alþingi hefur samþykkt og ekki hefur verið gert hingað til, því miður. Ég ætla að minna á að hæstvirtur forseti sem var fjármálaráðherra og hefur verið í flokki með þeirri sem hér stendur alllengi var sá sem stóð meðal annarra fyrir því að koma á gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum með nákvæmlega þeim rökstuðningi sem ég fór yfir hér áðan. Við höfum aldrei útilokað gjaldtöku ef aðrar leiðir eru mögulegar. Við höfum hins vegar sett fram verulegar efasemdir um að setja gjaldskylduhlið til að mynda í kringum höfuðborgarsvæðið, sem er ein af þeim hugmyndum sem hafa verið til umræðu,“ sagði forsætisráðherra. Alþingi Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. Þetta kom fram í svari Katrín við óundirbúinni fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á Alþingi í dag. Þorgerður Katrín gerði þar fjárframlög til samgöngumála í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að umtalsefni. Sagði hún að samkvæmt áætluninni væri fjárfesting í vegakerfinu ekki eins og vænst hafði verið til og sagði að hlutfallslega væru framlög til vegamála að minnka á áætlunartímanum ef tekið væri tillit til þess hversu mikið umferð mun aukast.Rifjaði upp orð Katrínar á landsfundi VG Þorgerður Katrín rifjaði síðan upp orð Katrínar Jakobsdóttur sem hún lét falla á landsfundi Vinstri grænna í október síðastliðnum, skömmu fyrir þingkosningar. „Þar minntist hún meðal annars á að það væri gripið til gervilausna, eins og hún orðaði það, í heilbrigðis-og samgöngumálum, og sagði þá einstaklinga sem ræddu einkaframkvæmd og gjaldtöku væru eingöngu að því vegna þess að þeir treystu sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber. [...] Nú hlýt ég að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, í ljósi orða samgönguráðherra hæstvirts, að það verði að fara að horfa og líta til annarra leiða, til gjaldtöku, til þess að hraða vegaframkvæmdum, hefur þetta verið rætt innan ríkisstjórnar og mun forsætisráðherra styðja samgönguráðherra í því að skoða gjaldtökur á þær leiðir sem eru til þess fallnar að hraða samgönguframkvæmdum?“ sagði Þorgerður Katrín.Þorgerður Katrín sagðist líta svo á að Katrín Jakobsdóttir væri að hverfa frá ræðu sinni á landsfundi VG og að flokkurinn væri nú orðinn ágætis gervitungl fyrir Sjálfstæðisflokkinn.vísir/hannaSagði Vinstri græn vera orðin ágætis gervitungl fyrir Sjálfstæðisflokkinn Katrín svaraði því til að samkvæmt fjármálaáætlun væri farið í sérstakt átak í samgöngumálum og benti á að á áætlunartímabilinu ætti að setja 124 milljarða í vegakerfið. Það skipti miklu máli en hún gæti hins vegar tekið undir það með Þorgerði Katrínu sem og Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, að þeir fjármunir myndu ekki leysa allan vandann. „Eins og ég hef bent á hefur fjárfesting í innviðum verið í sögulegu lágmarki á undanförnum árum. Hæstvirtur ráðherra hefur sagt að hann sé reiðubúinn að skoða gjaldtöku á leiðum þar sem aðrar leiðir eru möguleiki. Það er vissulega í takt við það sem við höfum séð áður gert. Það var til að mynda gert á sínum tíma í Hvalfjarðargöngunum. Þar var gjaldtakan rökstudd með því að önnur leið væri möguleg. Ég hef ekki lokað á slíka gjaldtöku, aldrei nokkurn tímann,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín kvaðst líta svo á að Katrín væri þarna farin frá ræðu sinni á landsfundi VG í október síðastliðnum. „Þá talaði hún meðal annars um ágæt fylgitungl Sjálfstæðisflokksins. Ég get ekki lesið það betur en svo að Vinstri græn séu nú orðin ágætis gervitungl með þeim flokki miðað við hver afstaðan er til gjaldtöku í samgönguframkvæmdum,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún bætti því svo við að það skipti máli að horfast í augu við veruleikann og það þætti henni núverandi samgönguráðherra gera auk þess sem forveri hans í starfi hefði gert slíkt hið sama. „Það þarf meira fjármagn og þýðir ekki að loka augunum fyrir því að við verðum að leita allra leiða. Fjármálaáætlunin segir blákalt við okkur sem byggjum meðal annars á því að keyra um landið að ekki sé verið að fjárfesta nægilega í vegaframkvæmdum. Það þarf að leita allra leiða. Þess vegna fagna ég því að hæstvirtur forsætisráðherra sé tilbúin til að fara í þá leið með okkur.“Sagðist auðvitað ekki vera að hverfa frá fyrri sýn Katrín svaraði Þorgerði á þann veg að hún gæti skemmt sér við „einhverja svona kerskni og látið eins og hér sé verið að hverfa frá fyrri sýn.“ Sagði Katrín að auðvitað væri svo ekki. „Samgönguáætlun sem hér var samþykkt 2016 var ekki fjármögnuð. Munurinn á þessari fjármálaáætlun og þeirri sem háttvirtur þingmaður stóð að á sínum tíma er að nú er samgönguáætlunin sem var samþykkt á þingi 2016 fjármögnuð. Það er munurinn. Það er það sem ég var að vísa í. Það dugir ekki annað en að horfa til þess hvernig við getum fjármagnað innviðina og fylgt því sem Alþingi hefur samþykkt og ekki hefur verið gert hingað til, því miður. Ég ætla að minna á að hæstvirtur forseti sem var fjármálaráðherra og hefur verið í flokki með þeirri sem hér stendur alllengi var sá sem stóð meðal annarra fyrir því að koma á gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum með nákvæmlega þeim rökstuðningi sem ég fór yfir hér áðan. Við höfum aldrei útilokað gjaldtöku ef aðrar leiðir eru mögulegar. Við höfum hins vegar sett fram verulegar efasemdir um að setja gjaldskylduhlið til að mynda í kringum höfuðborgarsvæðið, sem er ein af þeim hugmyndum sem hafa verið til umræðu,“ sagði forsætisráðherra.
Alþingi Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09
Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. 5. apríl 2018 22:45
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?