Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2018 18:45 vísir/vilhelm Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38