Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Sylvía Hall skrifar 30. mars 2018 11:25 Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Getty Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna. Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30