Ekki feiminn við að ræða tilfinningar sínar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. mars 2018 09:15 Egill segir aldrei hafa komið til greina að segja nei. vísir/vilhelm Egill Þór Jónsson er 27 ára gamall. Hann situr í fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Hann er félagsfræðingur að mennt, starfar sem teymisstjóri á búsetukjarna hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann var formaður Vöku frá 2015 til 2016 og formaður Norms, félags félagsfræðinema við Háskóla Íslands. Það kom Agli þægilega á óvart að vera treyst í baráttuna. „Ég hef eingöngu sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í eitt ár. Listinn var kynntur á fimmtudegi, ég fékk símtalið á sunnudegi. Það var ákall í flokknum um að stilla upp breiðari lista í vor. Ég vissi að það var fullt af fólki í grasrótinni sem vildi fá mig til starfa í borginni. En ég hafði þá ímyndað mér að ég fengi kannski 12. til 15. sæti eða eitthvað slíkt. Þetta var mikil gleði. Að fá þetta tilboð. Og þetta er enn svolítið óraunverulegt. Þetta er mikil ábyrgð sem mér er falin,“ segir Egill. Egill segir aldrei hafa komið til greina að segja nei. Hann hafi lengi haft áhuga á stjórnmálum. „Ég hef áhuga á fólki og samfélaginu. Ég er menntaður í félagsfræði, það er ekki endilega algengt. En þetta er það sem ég hugsa um nærri alla daga. Fólk og samfélög.Valdefling til fatlaðraÉg vinn með þroskaskertum, geðfötluðum og fólki með einhverfu hér í búsetukjarna í Breiðholti. Mér eru málefni fatlaðra mjög hugleikin og finnst til dæmis ótækt að það sé hægt að flytja þau hingað og þangað í ýmis úrræði og búsetu og þau fái engu um það ráðið. Það er svo sterkt í þessum heimi að vilja banna og stjórna þeim sem hafa ekki völd eða kraft til að hreyfa mótmælum. Ég meina, myndir þú segja við maka þinn, nú mátt þú ekki drekka kók? Það er ótrúlegt hvað leyfist að segja og gera við fatlað fólk. En hér í búsetukjarnanum sem ég vinn í gætum við að sjálfstæði þess. Við vinnum eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Einstaklingar eru með starfsmann sem hjálpar þeim með allt sem viðkemur daglegu lífi. Þessir einstaklingar eiga rétt á að lifa jafn sjálfstæðu lífi og við. Fötlun á ekki að vera fyrirstaða,“ segir Egill. Hann segist trúa því að almennt séð þurfi að draga úr miðstýringu þegar kemur að umönnun fólks. „Valdefling og frelsi til sjálfstæðis og tækifæra. Það finnst mér skipta máli í mínu starfi en líka víðar, til dæmis í skólastarfi. Mér finnst almennt þurfa að hlusta betur á fólk.“Býr hjá mömmuEgill er uppalinn í Breiðholti. Þar býr hann enn og starfar. „Ég hef búið hér alla mína tíð. Og ætla að búa hér áfram. Ég bjó fyrstu árin í blokkaríbúð í Stelkshólunum. Þaðan fluttum við í Fýlshóla. Ég bý enn hjá mömmu, held það sé ekki algengt. Að stjórnmálamenn búi í foreldrahúsum. En kannski er það að breytast. Veruleiki mjög margra í dag er svona. Tækifæri okkar unga fólksins til að kaupa fasteign í borginni eru engin. Allir vinir mínir, sem hafa flutt að heiman, fluttu í önnur sveitarfélög. Vegna þess að þeir fundu ekki húsnæði við hæfi í borginni. Annar frambjóðandi á listanum okkar býr í bílskúr hjá foreldrum sínum. Það er ekkert til að skammast sín fyrir, við erum bara að bjarga okkur. En tækifærin ættu að vera fleiri. Ég gekk í Hólabrekkuskóla. Vann á tímabili sem póstburðardrengur. Ég þekki því Breiðholtið eins og handarbakið á mér. Búinn að þræða hér göturnar með póstinn. Breiðholtið mótandi Ég gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði svo seinna félagsfræði í Háskóla Íslands. Lokaverkefnið fjallaði líka í ákveðnum skilningi um hverfið mitt. Ég fjallaði um félagsfræðilega þætti velgengni hjá Leikni. Félagsfræðin snýst að miklu leyti um það sem er að. En þú getur líka skoðað hvernig þú nærð árangri, hvernig þú bætir samfélagið. Knattspyrnulið er bara lítið samfélag. Pínulítið samfélag. Ég lærði margt í félagsfræði sem mun nýtast mér í stjórnmálastarfi. Ég vil stuðla að því að búa til sem best umhverfi fyrir fólk, svo það þrífist, fái tækifæri og líði vel,“ segir Egill.Fréttablaðið„Ég vil að kerfið virki. Reykjavíkurborg er risastórt samfélagskerfi, kerfi sem sumum finnst ekki virka nægilega vel. Það eru ótal þættir sem þarf að hlúa að. Ég hlakka til að taka þátt í því. Það er svo margt sem ég sé og veit að má gera betur. Fyrst og fremst þarf að gæta þess að fólk fái frelsi og tækifæri. Umhverfi mitt mótaði mig. Ég er fótboltastrákur. Ég á góða félaga og vini. Ég á góða að,“ segir Egill. Móðir Egils heitir Díana Sveinbjörnsdóttir. Faðir hans heitinn var Jón Þór Traustason.Að missa besta vin sinn„Ég er ekki feiminn við það að tala um þann atburð sem mótaði mig mest í lífinu. Hann var fyrir fimm árum. Þá urðum við fjölskyldan fyrir miklu áfalli. Pabbi hafði farið á kajak. Hann ætlaði í Herdísarvík að veiða. Hann var vanur að láta vita af sér. En í þetta skipti var hann utan þjónustusvæðis. Mamma kom inn í herbergið mitt og var áhyggjufull. Hún sagði að pabbi svaraði ekki í símann. Það hlyti eitthvað að hafa gerst. Hún fann þetta á sér. Við vorum að passa litla frænku okkar, svo að við héldum ró okkar. Við heyrum þyrluna fljúga yfir. Horfum hvort á annað og vitum bæði að eitthvað hefur gerst. Þó að ég hafi ekki viljað horfast í augu við það einmitt á þessari stundu. En svo er bankað. Til okkar er kominn lögreglumaður frá Selfossi. Við sáum það strax á svip hans hvað hafði gerst. Hann greindi okkur frá því að pabbi hefði drukknað. Endurlífgunartilraunir hefðu engan árangur borið,“ segir Egill frá. Hann segir fráfall föður síns hafa breytt sér fyrir lífstíð. „Sumir segja að stærsta stund í lífi þeirra sé þegar þeir eignast börn. Að sjá líf fæðast í heiminn. Á sama hátt segi ég að þetta hafi verið stærsta stundin í mínu lífi, með öfugum formerkjum. Að missa pabba sinn, besta vin sinn, svona skyndilega og finna fyrir því hvað lífið er við- kvæmt. Tilfinningar grunnurinn Ég hugsaði með mér að annaðhvort myndi þetta rífa mig niður eða byggja mig upp. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að lifa lífinu til fulls frá morgni til kvölds. Þó að ég hafi auðvitað tekið minn tíma í að taka út áfallið. Ég hef samt aldrei notað fráfall pabba sem afsökun fyrir nokkrum hlut. Námið hjálpaði mér og styrkti mig. Vinir mínir líka. Ég rækta vinskapinn og ég er ekki feiminn við að ræða tilfinningar mínar. Sumir segja að strákar séu feimnir við að ræða líðan sína. Ég er það ekki. Ég hendi mér beint í það,“ segir Egill og hlær. „Ég sé það oft þegar ég byrja að opna vini mína sem eiga erfitt með þetta, að þeim líður betur eftir á. Þó að það sé óþægilegt fyrst. Það er bara af því að margir strákar eru ekki vanir því að ræða tilfinningar sínar. Tilfinningar eru hins vegar grunnurinn að öllu lífinu. Og stjórnmálum. Ef ég get ekki unnið úr tilfinningum mínum, hvernig get ég þá tekist á við þá ábyrgð að setja mig í spor annarra? Viðhorf stráka er að breytast hvað þetta varðar. Tilfinningar eru hörðu málin! Ef þú vilt standa þig, þá tekstu á við vandamálin. Til að þú getir reynt að takast á við vandamál annarra,“ segir Egill sem hlakkar til að takast á við þá ábyrgð sem honum hefur verið falin.Taktu fyrsta skrefið „Einu sinni var ég hræddur við að takast á við ábyrgð. Það var áður en ég ákvað að bjóða mig fram til formanns í félagi félagsfræðinga. Ég efaðist um mig sjálfan. Ætla ég, strákur úr Breiðholtinu, að takast á við svona mikla ábyrgð? Mér óx það í augum. Ef ég ætti að gefa öðrum jafnöldrum mínum einhver ráð, þá segi ég: Taktu fyrsta skrefið. Ef þú býður þig fram, tekst á við hlutina, þá færðu tækifæri. Og ef þú færð tækifæri, segðu þá já!“Á næstu vikum verða birt viðtöl við ungt fólk í framboði til borgarstjórnar í vor. Næsti viðmælandi Fréttablaðsins er Hreindís Ylva Hólm hjá Vinstri grænum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Egill Þór Jónsson er 27 ára gamall. Hann situr í fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Hann er félagsfræðingur að mennt, starfar sem teymisstjóri á búsetukjarna hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann var formaður Vöku frá 2015 til 2016 og formaður Norms, félags félagsfræðinema við Háskóla Íslands. Það kom Agli þægilega á óvart að vera treyst í baráttuna. „Ég hef eingöngu sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í eitt ár. Listinn var kynntur á fimmtudegi, ég fékk símtalið á sunnudegi. Það var ákall í flokknum um að stilla upp breiðari lista í vor. Ég vissi að það var fullt af fólki í grasrótinni sem vildi fá mig til starfa í borginni. En ég hafði þá ímyndað mér að ég fengi kannski 12. til 15. sæti eða eitthvað slíkt. Þetta var mikil gleði. Að fá þetta tilboð. Og þetta er enn svolítið óraunverulegt. Þetta er mikil ábyrgð sem mér er falin,“ segir Egill. Egill segir aldrei hafa komið til greina að segja nei. Hann hafi lengi haft áhuga á stjórnmálum. „Ég hef áhuga á fólki og samfélaginu. Ég er menntaður í félagsfræði, það er ekki endilega algengt. En þetta er það sem ég hugsa um nærri alla daga. Fólk og samfélög.Valdefling til fatlaðraÉg vinn með þroskaskertum, geðfötluðum og fólki með einhverfu hér í búsetukjarna í Breiðholti. Mér eru málefni fatlaðra mjög hugleikin og finnst til dæmis ótækt að það sé hægt að flytja þau hingað og þangað í ýmis úrræði og búsetu og þau fái engu um það ráðið. Það er svo sterkt í þessum heimi að vilja banna og stjórna þeim sem hafa ekki völd eða kraft til að hreyfa mótmælum. Ég meina, myndir þú segja við maka þinn, nú mátt þú ekki drekka kók? Það er ótrúlegt hvað leyfist að segja og gera við fatlað fólk. En hér í búsetukjarnanum sem ég vinn í gætum við að sjálfstæði þess. Við vinnum eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Einstaklingar eru með starfsmann sem hjálpar þeim með allt sem viðkemur daglegu lífi. Þessir einstaklingar eiga rétt á að lifa jafn sjálfstæðu lífi og við. Fötlun á ekki að vera fyrirstaða,“ segir Egill. Hann segist trúa því að almennt séð þurfi að draga úr miðstýringu þegar kemur að umönnun fólks. „Valdefling og frelsi til sjálfstæðis og tækifæra. Það finnst mér skipta máli í mínu starfi en líka víðar, til dæmis í skólastarfi. Mér finnst almennt þurfa að hlusta betur á fólk.“Býr hjá mömmuEgill er uppalinn í Breiðholti. Þar býr hann enn og starfar. „Ég hef búið hér alla mína tíð. Og ætla að búa hér áfram. Ég bjó fyrstu árin í blokkaríbúð í Stelkshólunum. Þaðan fluttum við í Fýlshóla. Ég bý enn hjá mömmu, held það sé ekki algengt. Að stjórnmálamenn búi í foreldrahúsum. En kannski er það að breytast. Veruleiki mjög margra í dag er svona. Tækifæri okkar unga fólksins til að kaupa fasteign í borginni eru engin. Allir vinir mínir, sem hafa flutt að heiman, fluttu í önnur sveitarfélög. Vegna þess að þeir fundu ekki húsnæði við hæfi í borginni. Annar frambjóðandi á listanum okkar býr í bílskúr hjá foreldrum sínum. Það er ekkert til að skammast sín fyrir, við erum bara að bjarga okkur. En tækifærin ættu að vera fleiri. Ég gekk í Hólabrekkuskóla. Vann á tímabili sem póstburðardrengur. Ég þekki því Breiðholtið eins og handarbakið á mér. Búinn að þræða hér göturnar með póstinn. Breiðholtið mótandi Ég gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði svo seinna félagsfræði í Háskóla Íslands. Lokaverkefnið fjallaði líka í ákveðnum skilningi um hverfið mitt. Ég fjallaði um félagsfræðilega þætti velgengni hjá Leikni. Félagsfræðin snýst að miklu leyti um það sem er að. En þú getur líka skoðað hvernig þú nærð árangri, hvernig þú bætir samfélagið. Knattspyrnulið er bara lítið samfélag. Pínulítið samfélag. Ég lærði margt í félagsfræði sem mun nýtast mér í stjórnmálastarfi. Ég vil stuðla að því að búa til sem best umhverfi fyrir fólk, svo það þrífist, fái tækifæri og líði vel,“ segir Egill.Fréttablaðið„Ég vil að kerfið virki. Reykjavíkurborg er risastórt samfélagskerfi, kerfi sem sumum finnst ekki virka nægilega vel. Það eru ótal þættir sem þarf að hlúa að. Ég hlakka til að taka þátt í því. Það er svo margt sem ég sé og veit að má gera betur. Fyrst og fremst þarf að gæta þess að fólk fái frelsi og tækifæri. Umhverfi mitt mótaði mig. Ég er fótboltastrákur. Ég á góða félaga og vini. Ég á góða að,“ segir Egill. Móðir Egils heitir Díana Sveinbjörnsdóttir. Faðir hans heitinn var Jón Þór Traustason.Að missa besta vin sinn„Ég er ekki feiminn við það að tala um þann atburð sem mótaði mig mest í lífinu. Hann var fyrir fimm árum. Þá urðum við fjölskyldan fyrir miklu áfalli. Pabbi hafði farið á kajak. Hann ætlaði í Herdísarvík að veiða. Hann var vanur að láta vita af sér. En í þetta skipti var hann utan þjónustusvæðis. Mamma kom inn í herbergið mitt og var áhyggjufull. Hún sagði að pabbi svaraði ekki í símann. Það hlyti eitthvað að hafa gerst. Hún fann þetta á sér. Við vorum að passa litla frænku okkar, svo að við héldum ró okkar. Við heyrum þyrluna fljúga yfir. Horfum hvort á annað og vitum bæði að eitthvað hefur gerst. Þó að ég hafi ekki viljað horfast í augu við það einmitt á þessari stundu. En svo er bankað. Til okkar er kominn lögreglumaður frá Selfossi. Við sáum það strax á svip hans hvað hafði gerst. Hann greindi okkur frá því að pabbi hefði drukknað. Endurlífgunartilraunir hefðu engan árangur borið,“ segir Egill frá. Hann segir fráfall föður síns hafa breytt sér fyrir lífstíð. „Sumir segja að stærsta stund í lífi þeirra sé þegar þeir eignast börn. Að sjá líf fæðast í heiminn. Á sama hátt segi ég að þetta hafi verið stærsta stundin í mínu lífi, með öfugum formerkjum. Að missa pabba sinn, besta vin sinn, svona skyndilega og finna fyrir því hvað lífið er við- kvæmt. Tilfinningar grunnurinn Ég hugsaði með mér að annaðhvort myndi þetta rífa mig niður eða byggja mig upp. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að lifa lífinu til fulls frá morgni til kvölds. Þó að ég hafi auðvitað tekið minn tíma í að taka út áfallið. Ég hef samt aldrei notað fráfall pabba sem afsökun fyrir nokkrum hlut. Námið hjálpaði mér og styrkti mig. Vinir mínir líka. Ég rækta vinskapinn og ég er ekki feiminn við að ræða tilfinningar mínar. Sumir segja að strákar séu feimnir við að ræða líðan sína. Ég er það ekki. Ég hendi mér beint í það,“ segir Egill og hlær. „Ég sé það oft þegar ég byrja að opna vini mína sem eiga erfitt með þetta, að þeim líður betur eftir á. Þó að það sé óþægilegt fyrst. Það er bara af því að margir strákar eru ekki vanir því að ræða tilfinningar sínar. Tilfinningar eru hins vegar grunnurinn að öllu lífinu. Og stjórnmálum. Ef ég get ekki unnið úr tilfinningum mínum, hvernig get ég þá tekist á við þá ábyrgð að setja mig í spor annarra? Viðhorf stráka er að breytast hvað þetta varðar. Tilfinningar eru hörðu málin! Ef þú vilt standa þig, þá tekstu á við vandamálin. Til að þú getir reynt að takast á við vandamál annarra,“ segir Egill sem hlakkar til að takast á við þá ábyrgð sem honum hefur verið falin.Taktu fyrsta skrefið „Einu sinni var ég hræddur við að takast á við ábyrgð. Það var áður en ég ákvað að bjóða mig fram til formanns í félagi félagsfræðinga. Ég efaðist um mig sjálfan. Ætla ég, strákur úr Breiðholtinu, að takast á við svona mikla ábyrgð? Mér óx það í augum. Ef ég ætti að gefa öðrum jafnöldrum mínum einhver ráð, þá segi ég: Taktu fyrsta skrefið. Ef þú býður þig fram, tekst á við hlutina, þá færðu tækifæri. Og ef þú færð tækifæri, segðu þá já!“Á næstu vikum verða birt viðtöl við ungt fólk í framboði til borgarstjórnar í vor. Næsti viðmælandi Fréttablaðsins er Hreindís Ylva Hólm hjá Vinstri grænum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira