Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 12:34 Þessi var upplifunin sem ferðamennirnir voru að leita eftir en ekki var því að heilsa í nótt. visir/ernir Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Nokkur urgur er meðal aðila ferðaþjónustunnar sem fóru margir hverjir af stað í gærkvöldi og nótt á Reykjanesið og vildu sýna túristum norðurljósin. Skýjahuluspá Veðurstofunnar var með ágætum en þegar til kastanna kom var himinhvolfið hulið skýjum og lítið út úr því að fá að mæna á skýjadulur í myrkrinu. Fólk innan ferðaþjónustunnar sem Vísir hefur rætt við eru sumir hverjir fremur gramir og hugsa Veðurstofunni þegjandi þörfina. Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri og eigandi Snæland segir þetta rétt og fóru einhverjir bílar á hans vegum út í nóttina í leit að norðurljósum. „Allir stóluðu á skýjahuluspá Veðurstofunnar sem sagði heiðskýrt síðan kom í ljós í kvöld að skýjahuluspáin var biluð og allt helskýjað á öllu suðvestanverðu landinu. Þúsundir fóru út í kvöld.“Um talsverða hagsmuni að tefla Haraldur segir vissulega um talsverða hagsmuni að tefla, verulegur kostnaður er því samfara að ræsa út mannskap og farartæki. Og túristarnir hefðu hugsanlega fremur viljað vera á hótelbarnum í huggulegheitum í stað þess að rýna út í niðdimma nóttina. En, Hallgrímur er svo sem ekki að æsa sig mikið yfir þessu. „Ég vil taka fram að við höfum ekki haft samband sjálfir við Veðurstofuna til að fá það staðfest að skýjahuluspáin hjá þeim sé biluð, heldur kom það fram á Facebook-síðunni, Norðurljósavaktin í gær. En hvort sem það er bilun eða ekki þá spáði Veðurstofan að því að það myndi sjást til himins á Reykjanesinu í gærkveldi og fóru margir þangað í von um á sjá ljós,“ segir Hallgrímur. Og bætir því við, glottandi: „En menn hafa fullan skilning á því að norðurljósin eru náttúrfyrirbæri og aldrei á vísan að róa hvort þau sjáist eður ei.“Gæti myndast gat í nótt Í fyrrnefndum Facebook-hóp, Norðurljósavaktinni, má sjá að einstaka hópar höfðu heppnina með sér og náðu stuttum glugga þar sem greina mátti Norðurljós. Vísir ræddi við Þorstein V. Jónsson á Veðurstofu Íslands og hann segir að því miður séu þessar spár ónákvæmar. Þær geti klikkað illilega eins og gerðist í gær. Og sérlega erfitt er að spá fyrir um þetta nú þegar miklar breytingar eru í veðri og lægðadrög ganga hratt yfir landið. En, Þorsteinn segir að ekki hafi verið mikið kvartað undan þessu í gegnum tíðina þannig að þær standa að einhverju leyti fyrir sínu. Í kvöld og í nótt gæti rofað til, eftir miðnætti, þá gæti myndast gat yfir Reykjanesinu en það stendur stutt. Snemma á morgun þykknar yfir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira