Hætta ekki að leita svara Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 15:40 Eva Hauksdóttir og Haukur Hilmarsson. Vísir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. Það hafi þau ekki fengið eftir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, í síma í gær. Canikli sagði Tyrkja ekki vera með Hauk í haldi. Í færslu á bloggsíðu sinni segir Eva að það megi skilja sem að þeir séu ekki með lík hans heldur. „Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Demilya,“ skrifar Eva. Hún segir fjölskyldu Hauks hafa heyrt frá fyrstu hendi sögu fólk sem fékk lík ástvina sem féllu í Sýrlandi allt að tveimur árum seinna. Það sé þó ekki það mikilvægasta sem fjölskyldan sé eftir. „Okkur vantar ekki líkið sem slíkt heldur staðfestingu á því að Haukur sé látinn. Við höfum hana ekki en við höfum þó staðfestingu á því að hann sé ekki í haldi Tyrkja. Við erum sammála um það ég og faðir Hauks, unnusta hans og uppkominn bróðir, að láta ekki þagga niður í okkur út á möguleikann á því að líkið finnist.“ Færslu Evu fylgir yfirlýsing þar sem fjölskylda Hauks biður fólk um að taka þátttöku hans í átökunum sér ekki til fyrirmyndar. „Við teljum afar óæskilegt að styðja frelsisbaráttu ofsóttra hópa með þeim hætti sem Haukur hefur gert síðustu 9 mánuðina og biðjum fólk fyrir alla muni að taka hann sér ekki til fyrirmyndar að því leyti. Það eru til ótal aðrar og öruggari aðferðir til að styðja baráttuna gegn kúgun og ofsóknum og af skrifum Hauks að dæma er það hreint ekki eins spennandi og ætla mætti að taka þátt í vopnuðum átökum.“ Eva skrifaði sömuleiðis um ástandið í Sýrlandi og aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum og kallar hún eftir því að íslenska ríkið fordæmi aðgerðir Tyrkja. Mál Hauks Hilmarssonar Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45 Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði Barðist með systursamtökum YPG. 19. mars 2018 15:41 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. Það hafi þau ekki fengið eftir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, í síma í gær. Canikli sagði Tyrkja ekki vera með Hauk í haldi. Í færslu á bloggsíðu sinni segir Eva að það megi skilja sem að þeir séu ekki með lík hans heldur. „Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Demilya,“ skrifar Eva. Hún segir fjölskyldu Hauks hafa heyrt frá fyrstu hendi sögu fólk sem fékk lík ástvina sem féllu í Sýrlandi allt að tveimur árum seinna. Það sé þó ekki það mikilvægasta sem fjölskyldan sé eftir. „Okkur vantar ekki líkið sem slíkt heldur staðfestingu á því að Haukur sé látinn. Við höfum hana ekki en við höfum þó staðfestingu á því að hann sé ekki í haldi Tyrkja. Við erum sammála um það ég og faðir Hauks, unnusta hans og uppkominn bróðir, að láta ekki þagga niður í okkur út á möguleikann á því að líkið finnist.“ Færslu Evu fylgir yfirlýsing þar sem fjölskylda Hauks biður fólk um að taka þátttöku hans í átökunum sér ekki til fyrirmyndar. „Við teljum afar óæskilegt að styðja frelsisbaráttu ofsóttra hópa með þeim hætti sem Haukur hefur gert síðustu 9 mánuðina og biðjum fólk fyrir alla muni að taka hann sér ekki til fyrirmyndar að því leyti. Það eru til ótal aðrar og öruggari aðferðir til að styðja baráttuna gegn kúgun og ofsóknum og af skrifum Hauks að dæma er það hreint ekki eins spennandi og ætla mætti að taka þátt í vopnuðum átökum.“ Eva skrifaði sömuleiðis um ástandið í Sýrlandi og aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum og kallar hún eftir því að íslenska ríkið fordæmi aðgerðir Tyrkja.
Mál Hauks Hilmarssonar Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45 Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði Barðist með systursamtökum YPG. 19. mars 2018 15:41 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45
Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29
Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54
Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46