Mótmæltu fiskveiðistefnu ESB með brottkasti í Thames Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2018 16:45 Harðlínumenn úr röðum Íhaldsflokksins í Bretlandi hóta nú að setja útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu í uppnám ef Bretland gengur ekki tafarlaust úr sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Á mánudaginn tilkynntu þeir David Davis, ráðherra útgöngumála í Bretlandi, og Michel Barnier aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna Brexit, að sátt hefði náðst um svokallaðan umskiptasamning. Þar segir meðal annars að Bretland muni vera áfram innan sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins út allt ferlið til ársloka 2020 auk þess sem fiskveiðikvótar Bretlands haldist óbreyttir fram að því. The Guardian greinir frá því að 13 þingmenn Íhaldsflokksins og einn þingmaður Norður Írska Lýðræðislega sambandsflokksins hafa krafið Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafna umskiptasamningnum. Áður hafði eitt af samningsmarkmiðum Bretlands verið að yfirgefa ætti fiskveiðisamstarfið 30. mars 2019 en í síðustu samningalotu í Brussel gaf breska samninganefndin eftir í þeim efnum. Þingmennirnir mótmæla því harðlega og vilja að staðið verði við fyrri samningsmarkmið.Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, mætti á svæðið á trillu og tók þátt í mótmælunum.Vísir/EPAÍ bréfi sem þingmennirnir sendu Theresu May segja þeir að ílengd viðvera í fiskveiðisamstarfinu muni stórskaða breska fiskveiðiflotann og muni auka enn á vanda brothættra strandbyggða. Þingmennirnir þykja hafa nokkra vigt í málinu þar sem Íhaldsflokkurinn þarf að treysta á tíu þingmenn til að eiga meirihluta á þinginu. Þingmennirnir telja að á þessu millibilstímabili fram að útgöngunni í lok árs 2020 muni Bretland hafa jafnvel minni stjórn yfir fiskveiðiauðlindinni heldur en áður. Michael Gove, umhverfisráðherra hefur tekið undir mótmælin og sagt umskiptasamninginn vonbrigði en hann fundaði með Ruth Davidson, leiðtoga skoskra Íhaldsmanna, fyrr í vikunni. Sammæltust þau um nauðsyn þess að Bretland hætti sem fyrst í fiskveiðisamstarfi Evrópusambandsins. Í morgun mótmæltu uppreisnarþingmennirnir ásamt sjómönnum. Sigldu þeir fylktu upp Thames og vörpuðu fiski fyrir borð fyrir framan þinghúsið í London. Með í för var Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, og einn forsprakka þeirra sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. „Fiskveiðar eru einn helsti prófsteinninn í Brexit viðræðunum,“ sagði Farage við tækifærið. „Þau lofuðu að klára ferlið 2019 en nú eru þau að segja með óskýrum hætti að þetta klárist 2021. Satt best að segja held ég að þau hafi ekki kjark í að standa með þeim kjósendum sem kusu með Brexit,“ sagði hann áður en hann sturtaði úr kari fullu af fisk í ána. Brexit Tengdar fréttir Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27 Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42 Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14 Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Harðlínumenn úr röðum Íhaldsflokksins í Bretlandi hóta nú að setja útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu í uppnám ef Bretland gengur ekki tafarlaust úr sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Á mánudaginn tilkynntu þeir David Davis, ráðherra útgöngumála í Bretlandi, og Michel Barnier aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna Brexit, að sátt hefði náðst um svokallaðan umskiptasamning. Þar segir meðal annars að Bretland muni vera áfram innan sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins út allt ferlið til ársloka 2020 auk þess sem fiskveiðikvótar Bretlands haldist óbreyttir fram að því. The Guardian greinir frá því að 13 þingmenn Íhaldsflokksins og einn þingmaður Norður Írska Lýðræðislega sambandsflokksins hafa krafið Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að hafna umskiptasamningnum. Áður hafði eitt af samningsmarkmiðum Bretlands verið að yfirgefa ætti fiskveiðisamstarfið 30. mars 2019 en í síðustu samningalotu í Brussel gaf breska samninganefndin eftir í þeim efnum. Þingmennirnir mótmæla því harðlega og vilja að staðið verði við fyrri samningsmarkmið.Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP, mætti á svæðið á trillu og tók þátt í mótmælunum.Vísir/EPAÍ bréfi sem þingmennirnir sendu Theresu May segja þeir að ílengd viðvera í fiskveiðisamstarfinu muni stórskaða breska fiskveiðiflotann og muni auka enn á vanda brothættra strandbyggða. Þingmennirnir þykja hafa nokkra vigt í málinu þar sem Íhaldsflokkurinn þarf að treysta á tíu þingmenn til að eiga meirihluta á þinginu. Þingmennirnir telja að á þessu millibilstímabili fram að útgöngunni í lok árs 2020 muni Bretland hafa jafnvel minni stjórn yfir fiskveiðiauðlindinni heldur en áður. Michael Gove, umhverfisráðherra hefur tekið undir mótmælin og sagt umskiptasamninginn vonbrigði en hann fundaði með Ruth Davidson, leiðtoga skoskra Íhaldsmanna, fyrr í vikunni. Sammæltust þau um nauðsyn þess að Bretland hætti sem fyrst í fiskveiðisamstarfi Evrópusambandsins. Í morgun mótmæltu uppreisnarþingmennirnir ásamt sjómönnum. Sigldu þeir fylktu upp Thames og vörpuðu fiski fyrir borð fyrir framan þinghúsið í London. Með í för var Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, og einn forsprakka þeirra sem vilja að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. „Fiskveiðar eru einn helsti prófsteinninn í Brexit viðræðunum,“ sagði Farage við tækifærið. „Þau lofuðu að klára ferlið 2019 en nú eru þau að segja með óskýrum hætti að þetta klárist 2021. Satt best að segja held ég að þau hafi ekki kjark í að standa með þeim kjósendum sem kusu með Brexit,“ sagði hann áður en hann sturtaði úr kari fullu af fisk í ána.
Brexit Tengdar fréttir Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27 Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42 Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14 Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Segir að Bretar muni iðrast Brexit Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að sú stund eigi eftir að renna upp þegar Bretar sjá eftir því að hafa gengið úr sambandinu. 13. mars 2018 11:27
Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55
Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varaði við því að jafnvel með fríverslunarsamningi yrðu viðskipta Breta og Evrópu erfiðari og dýrari eftir Brexit. 7. mars 2018 14:42
Hefja herferð gegn Brexit Nýr flokkur að franskri fyrirmynd ætlar að reyna að sannfæra breska þingmenn um að kjósa gegn því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið. 19. febrúar 2018 18:14
Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Formaður Viðreisnar segir að Bretar muni í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. 10. mars 2018 20:45