Hvað varð um fjórfrelsið? Agnar Tómas Möller skrifar 21. mars 2018 13:30 Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun