Hvað varð um fjórfrelsið? Agnar Tómas Möller skrifar 21. mars 2018 13:30 Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi í kjölfar vaxtaákvörðunar þann 7. mars síðastliðinn, svaraði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, þeim gagnrýnisröddum sem beinst hafa að innflæðishöftum Seðlabankans og færði fram ýmis rök þeim til stuðnings. Þar dró seðlabankastjóri meðal annars fram myndir af ýmsum skammtíma vaxtamælikvörðum því til rökstuðnings að markaðsvextir hefðu vel fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans. Vaxtaleiðni vaxta bankans þyrfti að vísu að vera verulega stífluð til að svo væri ekki. Aftur á móti dró seðlabankastjóri ekki fram myndir af langtímavöxtum enda hafa fastir vextir íbúðalána banka og lífeyrissjóða staðið í stað þrátt fyrir mikla lækkun grunnvaxta, sem og fastir vextir stærstu útgefenda fyrirtækjaskuldabréfa hér á landi. Það sem verra er, mörg fyrirtæki fá einfaldlega ekki fjármögnun í góð og traust verkefni vegna skorts á fjármagni og þröngra lánaskilyrða í bankakerfinu í dag. Ástæða þessa er einföld: eftir afnám útflæðishafta hafa lífeyrissjóðir beint fjárfestingum sínum til útlanda á sama tíma og innlendar fjárfestingar þeirra hafa að miklu leyti farið í veitingu sjóðsfélagalána. Einnig eru lífeyrissjóðir nú þegar stórir mótaðilar skráðra íslenskra fyrirtækja og hafa því að meðaltali takmarkaðan áhuga á að bæta þar mikið við. Á sama tíma og verulega er tekið að hægja á íslensku atvinnulífi og fjárfesting, önnur en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera, er að dragast saman, vantar íslenskt efnahagslíf sárlega það súrefni sem erlend langtímafjárfesting gæti verið við slíkar aðstæður. Annað áhugavert úr ræðu seðlabankastjóra var staðfestingin á því að innflæðishöftin séu orðin órjúfanlegur hluti af peningastefnunni og leggist þannig ofan á það mikla aðhald sem bankinn viðheldur í gegnum hátt vaxtastig. Líkt og bent var á í grein undirritaðs í Markaðnum fyrir rúmum mánuði, „Raunvextir á krossgötum“, er raunvaxtastig á Íslandi nú þegar í engu samhengi við raunvaxtastig annarra ríkja og því erfitt að átta sig á nauð- syn þess að keyra í ofanálag upp þá föstu vexti sem íslenskum heimilum og fyrirtækjum bjóðast til lengri tíma.Frjálst flæði fjármagns? Í því samhengi er áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EESsamningsins. Í niðurstöðu Eftirlitsstofnunar ESA vegna kvörtunarmáls sem hófst haustið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna (birt 26. júní 2017, mál nr. 79283, skjal 853287) kemur skýrt fram hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að aðildarríki megi víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar segir að ef umtalsverð hætta sé á að ríki lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð, geti viðkomandi land gripið til aðgerða til að verja sig. Lögð er áhersla á að um sé að ræða heimild til tímabundinna aðgerða. ESA vitnar í svar Seðlabankans sem segir að tilgangur innflæðishaftanna sé að koma í veg fyrir ofgnótt af innflæði skammtíma „spákaupmennsku“ fjármagns og minnka þannig hættu á efnahagslegu og fjármálalegu ójafnvægi. Í niðurstöðu ESA segir að rökstuðningurinn fyrir því að gjaldeyrishöftin voru dæmd leyfileg á sínum tíma sé sá að Ísland hefði átt í greiðslujafnaðarerfiðleikum og að innflæðishöftin séu órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Þetta segir í svari ESA í júní 2017, þegar gjaldeyrishöftin hafa í raun verið afnumin sem bendir til að svar ESA hafi verið skrifað fyrir afnám gjaldeyrishafta fyrri hluta árs 2017. Jafnframt kemur fram í umræddri ákvörðun, að íslenska ríkið hafi lýst því yfir gagnvart ESA að reglur um innflæðishöft séu „nátengdar yfirstandandi losun gjaldeyrishafta“, og byggi á þeirri hugmynd að greiðslujöfnuði gæti verið stefnt í hættu vegna uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar innlendra aðila erlendis og að innflæði í aðdraganda losunar gjaldeyrishafta gæti snúist í útflæði eftir afnám gjaldeyrishafta. Það liggur því í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta. Kannski það sé kominn tími á að ESA kíki í heimsókn?Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar