Alltaf verið að minna hann á hækkandi aldurinn Guðný Hrönn skrifar 22. mars 2018 06:00 Grínistinn Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag en er ekki beint hoppandi kátur með þennan merkilega áfanga. Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann er ekki mikið afmælisbarn að eigin sögn og ætlar ekki að halda upp á stórafmælið. „Nei, ég ákvað að gera það ekki, ég ætla frekar að reyna að gleyma því að ég sé orðinn svona gamall,“ segir Rökkvi og hlær þegar hann er spurður út í hvort hann ætli ekki að halda afmælisveislu í tilefni dagsins. „Ég meina, ef bíll myndi keyra yfir mig í dag þá myndi koma frétt um að maður á fimmtugsaldri hefði látist. Hugsaðu þér.“ Rökkvi ætlar þó að halda uppistand undir yfirskriftinni Fertugur gamall fauskur reynir að vera fyndinn á laugardaginn sem hann segir vera hálfgert afmælisuppistand. Í uppistandinu mun hann koma inn á hræðslu sína við aldurinn. „Ég verð með uppistand á Akranesi á laugardaginn í Dularfullu búðinni, það má segja að ég sé pínu að halda upp á hvað ég er orðinn gamall með því. Ég ætla meðal annars að segja frá því þegar manni fór að finnast maður gamall fyrst. Það var þegar maður fór að horfa á eftir einhverjum sætum gellum en þær voru allar að ýta á undan sér barnavögnum. Og það eru 20 ár síðan, og þetta verður alltaf verra og verra,“ segir Rökkvi og hlær. „Svo eru núna að koma til mín einhverjir fullorðnir menn og segjast hafa verið aðdáendur einhvers sem ég gerði þegar þeir voru krakkar. Það er alltaf verið að minna mann á aldurinn.“ Spurður út í hvort hann hafi alltaf verið svona hræddur við aldurinn segir Rökkvi: „Ég held að maður reyni bara að hugsa sem minnst út í það. En þegar maður er fertugur grínisti þá fer maður að hugsa með sér hvort maður ætti ekki að fara að hegða sér eins og maður.“ Rökkvi er minna spenntur fyrir þessum tímamótum sem hann stendur á og meira spenntur fyrir helginni. „Akranes er í miklu uppáhaldi hjá mér, Skagamenn hlæja nefnilega bara að öllu, líka hlutum sem flestir myndu bara hneykslast á,“ segir hann kíminn.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira