Dele Alli: Tapið á móti Íslandi á EM 2016 gerði okkur sterkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 09:30 Dele Alli og félagar sitja niðurbrotnir í grasinu eftir tapið á móti Íslandi á EM 2016. Íslensku strákarnir fagna sigri. Vísir/Getty Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira
Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira