Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2018 14:01 Mark Zuckerberg. Vísir/Getty Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þaga þunnu hljóði um mál Cambridge Analytica og hvernig fyrirtækið misnotaði skilmála Facebook til að komast yfir persónuupplýsingar um 50 milljónir Bandaríkjamanna. Síðan málið kom upp hafa þurrkast út um 83 milljarðar dollara, jafnvirði rúmlega 8000 milljarða króna, af markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs eða rúmlega þreföld landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Zuckerberg rauf þagnarbindindið í gærkvöldi með stöðuppfærslu á Facebook. Þar rekur hann aðdraganda og sögu málsins og segir að Facebook muni hafa samband við alla sem hefðu þurft að þola að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar án samþykkis. I want to share an update on the Cambridge Analytica situation -- including the steps we've already taken and our next... Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, March 21, 2018 Hann segir að miðlun á persónuupplýsingum, sem var safnað með appinu sem forritarinn Alexanderi Kogan þróaði, til fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið brot á skilmálum Facebook. Zuckerberg segir jafnframt í pistlinum að Facebook skuldi notendum það að tryggja þeim betra gagnaöryggi. Facebook beri þá ábyrgð að vernda upplýsingar notenda og ef fyrirtækið geti það ekki þá verðskuldi það ekki að þjóna notendum miðilsins. Zuckerberg biðst þó ekki afsökunar á neinum mistökum í pistlinum. Í dag birtist síðan viðtal við Zuckerberg á CNN þar sem hann í fyrsta sinn biðst afsökunar á málinu. Í viðtalinu segist Zuckerberg tilbúinn að koma fyrir þingnefnd, eftir atvikum rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til að svara fyrirspurnum um málið en þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi hafa farið fram á það. Á einum tímapunkti verður hann meyr í viðtalinu þegar hann ræðir um dætur sínar en hann segir að leiðarstefið í lífi sínu sé að skapa eitthvað sem geti gert dætur hans stoltar af föður sínum. Facebook Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þaga þunnu hljóði um mál Cambridge Analytica og hvernig fyrirtækið misnotaði skilmála Facebook til að komast yfir persónuupplýsingar um 50 milljónir Bandaríkjamanna. Síðan málið kom upp hafa þurrkast út um 83 milljarðar dollara, jafnvirði rúmlega 8000 milljarða króna, af markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs eða rúmlega þreföld landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Zuckerberg rauf þagnarbindindið í gærkvöldi með stöðuppfærslu á Facebook. Þar rekur hann aðdraganda og sögu málsins og segir að Facebook muni hafa samband við alla sem hefðu þurft að þola að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar án samþykkis. I want to share an update on the Cambridge Analytica situation -- including the steps we've already taken and our next... Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, March 21, 2018 Hann segir að miðlun á persónuupplýsingum, sem var safnað með appinu sem forritarinn Alexanderi Kogan þróaði, til fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið brot á skilmálum Facebook. Zuckerberg segir jafnframt í pistlinum að Facebook skuldi notendum það að tryggja þeim betra gagnaöryggi. Facebook beri þá ábyrgð að vernda upplýsingar notenda og ef fyrirtækið geti það ekki þá verðskuldi það ekki að þjóna notendum miðilsins. Zuckerberg biðst þó ekki afsökunar á neinum mistökum í pistlinum. Í dag birtist síðan viðtal við Zuckerberg á CNN þar sem hann í fyrsta sinn biðst afsökunar á málinu. Í viðtalinu segist Zuckerberg tilbúinn að koma fyrir þingnefnd, eftir atvikum rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til að svara fyrirspurnum um málið en þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi hafa farið fram á það. Á einum tímapunkti verður hann meyr í viðtalinu þegar hann ræðir um dætur sínar en hann segir að leiðarstefið í lífi sínu sé að skapa eitthvað sem geti gert dætur hans stoltar af föður sínum.
Facebook Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira