Erlent

Mögulega með heilaskaða

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sergei Skrípal.
Sergei Skrípal. VÍSIR/EPA
Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. Þetta sagði breskur dómari í gær. Sagði hann jafnframt óvíst hvort þau myndu ná bata.

Bretar og bandamenn þeirra hafa sakað Rússa um að standa að árásinni en Skrípal var dæmdur í fangelsi fyrir njósnir í heimalandinu Rússlandi árið 2006. Hann hefur hins vegar búið í Bretlandi frá 2010 eftir njósnaraskipti. Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum.

Samkvæmt lækni sem dómari vísaði til í gær, þegar dómstóllinn veitti leyfi fyrir töku blóðsýnis svo efnavopnarannsakendur gætu staðfest að um taugaeitur hafi verið að ræða, eru Skrípal-feðgin nú á deyfilyfjum og geti ekki tjáð sig.




Tengdar fréttir

Segja ummæli Boris viðurstyggð

Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936




Fleiri fréttir

Sjá meira


×