Segir reynt að koma á sig höggi með villandi fréttaflutningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:57 Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa farið fram á umtalsverða launalækkun fyrir sjálfan sig og vandar Morgunblaðinu ekki kveðjurnar. VÍSIR/STEFÁN Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að laun séu ekki - og eigi ekki að vera neitt leyndarmál. Honum þyki það því dapurlegt þegar „ákveðnir fréttamiðlar“ reyni „vísvitandi“ að koma höggi á sig og VR með „villandi fréttaflutningi.“ Þó svo að Ragnar nefni þessa ákveðnu fréttamiðla ekki á nafn í Facebook-færslu sinni í gærkvöldi dylst engum að formaðurinn beinir spjótum sínum að Morgunblaðinu. Í frétt þess í gærmorgun sagði að VR hafi greitt 26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki til formanna félagsins árið 2017 en að þessir þættir hafi numið 17 milljónum árið 2016. Að mati Ragnars skýrist þessi hækkun á milli ára af starfslokum Ólafíu B Rafnsdóttur, sem hætti störfum hjá VR í mars í fyrra. Ragnar segist jafnframt hafa gert samning við launanefnd VR þegar hann tók við að laun hans yrðu lækkuð og að bifreiðahlunnindi yrðu tekin út - lækkun sem nam rúmlega 21 prósentustigi á mánuði. „Laun mín fylgja svo kjarasamningsbundnum launahækkunum,“ segir Ragnar í færslunni og rekur því næst laun og launakjör sín fyrir síðasta ár. Mánaðargreiðslur VR til Ragnars frá 1. maí námu 1.132.632 krónur og þá fékk hann mánaðarlega greiddar 28.738 krónur fyrir akstur. „Ég er afar sáttur við þau launakjör sem ég hef sem formaður VR og hef fullan skilning á því ef félagsmenn telji launin of há en launakjör margra félagsmanna okkar eru til háborinnar skammar og mun ég leggja allt mitt undir við að bæta kjör og lífsgæði þeirra sem og allra félagsmanna VR. Það eina sem ég get sagt er að ég lofa öllum félagsmönnum VR að ég mun vinna fyrir hverri einustu krónu sem félagsmenn borga mér í laun,“ segir Ragnar. Hann vonast til að færsla sín „svari og upplýsi það sem rétt er en það er dapurlegt þegar ákveðnir fréttamiðlar vísvitandi reyna að koma á mig og félagið höggi með villandi fréttaflutningi,“ segir Ragnar í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira