Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2018 20:30 Áburðarfarminum skipað á land á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30