Strákarnir fengu þrjú mörk á sig í tapi gegn Mexíkó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2018 04:39 Mexíkó skorar hér fyrsta mark sitt í leiknum, beint úr aukaspyrnu. Vísir/Getty Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn