Strákarnir fengu þrjú mörk á sig í tapi gegn Mexíkó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2018 04:39 Mexíkó skorar hér fyrsta mark sitt í leiknum, beint úr aukaspyrnu. Vísir/Getty Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira