Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:07 Puigdemont kom til Finnlands á fimmtudaginn í boði finnskra þingmanna. Þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont sé farinn frá Finnlandi. vísir/afp Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018 Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45