Kallar fram fallegar minningar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2018 08:30 Christian Karembeu smellir kossi á HM-bikarinn sem hann hjálpaði Frökkum að vinna árið 1998. Vísir/HARI HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira