„Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2018 10:56 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill „Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“ Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
„Við erum bara í sambandi við Spánverjana og það er bara verið að vinna í því,“ segir Karl Steinar Valsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um beiðni íslenskra stjórnvalda þess efnis að rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur flytjist frá Spáni til Íslands „Þetta tekur talsvert lengri tíma en við töldum en það hlýtur að fara að sjást fyrir endann á því,“ segir Karl Steinar. Um miðjan febrúar síðastliðinn sendi dómsmálaráðuneyti Íslands formlega réttarbeiðni til yfirvalda á Spáni vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallað en eiginmaður Sunnu er grunaður um aðild að því máli og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Í beiðninni var farið fram á að íslensk lögregluyfirvöld tækju alfarið yfir rannsókn málsins. Sunna Elvíra hefur verið í ótímabundnu farbanni á Spáni vegna rannsóknar málsins. Hún lamaðist eftir fall á heimili sínu í Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn og hefur verið í ótímabundnu farbanni þar í landi grunuð um aðild að fíkniefnasmygli. Sunna var flutt á sjúkrahús í Malaga en barist var lengi fyrir því að hún yrði flutt á hátæknisjúkrahús þar sem hún fengi viðeigandi meðhöndlun. Hún var flutt á sjúkrahús í Sevilla í febrúar síðastliðnum en í upphafi þessa mánaðar fengust þær fregnir að hún væri lömuð fyrir lífstíð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í febrúar að ef rannsókn málsins myndi flytjast til Íslands yrði ekki ástæða fyrir spænsk stjórnvöld að halda Sunnu í farbanni þar í landi. Aðspurður hvers vegna það hefur tekið svo langan tíma að afgreiða þessa réttarfarsbeiðni dómsmálaráðuneytisins svarar hann: „Spænsk stjórnsýsla, það er ekki flóknara en það. Það er engin önnur fyrirstaða í því. Það þarf að afgreiða þetta með formlegum hætti varðandi yfirtöku og millitöku á málum. Við héldum að þetta myndi ganga mun hraðar fyrir sig.“
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð Þungt högg segir lögmaður hennar. 5. mars 2018 13:24 Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Sunna komin í endurhæfingu Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var flutt á annan spítala á Spáni skömmu fyrir helgi eftir langa bið eftir að komast í viðeigandi meðferð og endurhæfingu. 27. febrúar 2018 06:00
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. 7. mars 2018 16:20