„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 12:17 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. VÍSIR/AFP Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04