Innlent

Engin ákvörðun tekin hér á landi varðandi Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
Sendiráð Rússlands í Reykjavík.
Sendiráð Rússlands í Reykjavík. Vísir/GVA
Yfirvöld hér á landi hafa ekki tekið ákvörðun um hvort að vísa eigi rússneskum erindrekum úr landi eða grípa til annarra aðgerða vegna taugaeiturs-árásar gegn Sergei Skripal í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríksráðuneytisins, segir að grannt sé fylgst með gangi mála og þá sérstaklega með tilliti til hvað okkar helstu nágrannaþjóðir gera.

Fjölmörgum rússneskum erindrekum hefur vísað úr landi víða um heim í dag og að undanförnu vegna áðurnefndrar eitrunar og annarra aðgerða Rússlands.

Sjá einnig: Rússneskir erindrekar sendir heim í tugatali

Rússar hafa sagt að aðgerðir ríkjanna séu „ögrandi“ og að brugðist verði við þeim.

Yfirvöld Bretlands segja að rússnesku taugaeitri hafi verið beitt gegn Skripal og dóttur hans sem liggja þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Það er í kjölfar umdeildra dauðsfalla fjölda Rússa í Bretlandi á undanförnum árum.


Tengdar fréttir

Novichok í höndum rússneskra gengja

Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð.

Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa

Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×