Heimsmeistari frá 1978 skilaði sér ekki upp í flugvél til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 20:00 René Houseman. Vísir/Getty Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968. HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Argentínumaðurinn René Houseman lést á föstudaginn en hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Argentínumanna árið 1978. René átti líka á miðjum níunda áratugnum að hjálpa KR-liðinu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Argentínumenn urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn sumarið 1978 en keppnin fór fram í Argentínu. Houseman skoraði eitt mark í úrslitakeppninni og kom það í 6-0 sigri á móti Perú.World Cup winner with @Argentina in 1978, René HOUSEMAN has passed away. A true maverick, a legend who would be worth millions these days. #RIP René! pic.twitter.com/4LIX0RW7sG — Mundo Albiceleste (@MundoAlbicelest) March 22, 2018 René Houseman var næstum því orðinn leikmaður KR sumarið 1986 en kom þó aldrei til Íslands eins og ætlunin var. Gunnar Guðmundsson sem var formaður knattspyrnudeildar KR á þeim tíma rifjar upp söguna í kringum félagaskiptin í viðtali við Fréttablaðið. KR-ingar töldu sig hafa náð samningum við bræðurnar Marcelo og René Houseman og kynntu þá fyrir íslensku þjóðinni í nóvember 1985. Aðeins Marcelo skilaði sér þó til Íslands og var síðan farinn af landi burt áður en hann spilaði sinn fyrsta leik með Vesturbæjarfélaginu. Gunnar segir að Marcelo Houseman hafi fyrst haft samband en þeir voru aðallega spenntir að sjá René Houseman í KR-búningnum sumarið 1986.La Asociación del Fútbol Argentino expresa su mayor tristeza por el fallecimiento de René Houseman, campeón del mundo en 1978 con @Argentina. pic.twitter.com/PMFyUK3Tch — AFA (@afa) March 22, 2018 „Við vorum áfjáðir í að hann myndi spila með okkur. Á endanum tókust samningar okkar á milli og þetta hefði líklega verið í fyrsta skipti sem heimsmeistari í knattspyrnu karla hefði leikið á íslenskri grundu,“ sagði Gunnar Guðmundsson í viðtali við frettabladid.is. Gunnar Guðmundsson var á miðri árshátíð KR þegar hann frétti af því að eitthvað hefði komið upp á í ferðalagi René Houseman til Íslands. „Við fengum veður af því að René Houseman hefði ekki skilað sér í flugvél sem átti að ferja hann frá New York til Íslands og við heyrðum ekkert meira frá honum,“ sagði Gunnar um ferðalag René Houseman en það má lesa allt viðtalið við hann hér. KR varð ekki Íslandsmeistari fyrr en 1999 en þá var liðið búið að bíða eftir stóra titlinum í 31 ár eða síðan árið 1968.
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira