Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2018 19:15 „Við tökum fullan þátt í þessu samstillta átaki með Norðurlöndum og öðrum bandalagsþjóðum okkar og við gerum það í samræmi við stærð,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag hyggjast íslensk stjórnvöld, ólíkt hinum Norðurlöndunum, ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. „Þessi lönd sem þarna eru, eru auðvitað miklu fjölmennari heldur en við. Almenna reglan er þessi að þegar við vísum diplómötum úr landi þá er það sama gert hjá viðkomandi landi. Það myndi einfaldlega þýða að sendiráð okkar sem er með þrjá útsenda starfsmenn, það yrði erfitt að starfrækja það. Það er enginn að fara að loka sínum sendiráðum af þessum bandalagsþjóðum okkar.“ Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. „Við tökum þátt í þessu í samræmi við okkar stærð. Þær þjóðir sem við höfum haft samráð og samstarf við, það gerir enginn athugasemdir við það. Aðalatriðið er þetta, að ríkisstjórnin er einhuga í þessum samstilltu aðgerðum gegn rússneskum yfirvöldum og við vonum að rússnesk yfirvöld sjái að sér.“ Aðspurður hvort allur þingheimur sé á bak við þessa ákvörðun svarar Guðlaugur: „Miðað við þann fund og þau viðbrögð sem við höfum fengið í samræðum við þá þingmenn sem við höfum rætt við, ég hef líka rætt við formenn stjórnarandstöðuflokkana, þá virðist vera mjög breið samstaða um þetta mál.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
„Við tökum fullan þátt í þessu samstillta átaki með Norðurlöndum og öðrum bandalagsþjóðum okkar og við gerum það í samræmi við stærð,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í dag hyggjast íslensk stjórnvöld, ólíkt hinum Norðurlöndunum, ekki vísa rússneskum erindreka úr landi. „Þessi lönd sem þarna eru, eru auðvitað miklu fjölmennari heldur en við. Almenna reglan er þessi að þegar við vísum diplómötum úr landi þá er það sama gert hjá viðkomandi landi. Það myndi einfaldlega þýða að sendiráð okkar sem er með þrjá útsenda starfsmenn, það yrði erfitt að starfrækja það. Það er enginn að fara að loka sínum sendiráðum af þessum bandalagsþjóðum okkar.“ Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. „Við tökum þátt í þessu í samræmi við okkar stærð. Þær þjóðir sem við höfum haft samráð og samstarf við, það gerir enginn athugasemdir við það. Aðalatriðið er þetta, að ríkisstjórnin er einhuga í þessum samstilltu aðgerðum gegn rússneskum yfirvöldum og við vonum að rússnesk yfirvöld sjái að sér.“ Aðspurður hvort allur þingheimur sé á bak við þessa ákvörðun svarar Guðlaugur: „Miðað við þann fund og þau viðbrögð sem við höfum fengið í samræðum við þá þingmenn sem við höfum rætt við, ég hef líka rætt við formenn stjórnarandstöðuflokkana, þá virðist vera mjög breið samstaða um þetta mál.Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafa öll vísað rússneskum erindrekum úr landi auk þess sem mörg samstarfsríki Íslands í NATO hafa gert slíkt hið sama. Bretar og Bandaríkjamenn hafa vísað tæplega 90 rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Utanríkismálanefnd fundar vegna Skripal-málsins Öll skandinavíulöndin hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi. 26. mars 2018 17:00
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45