Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 20:30 Að plokka verður æ vinsælla. Vísir/Anton Brink Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu. Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30