Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 20:30 Að plokka verður æ vinsælla. Vísir/Anton Brink Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu. Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Sorpa mælir með því að áhugafólk um að tína rusl á víðavangi, svokallaðir „plokkarar“, noti glæra poka svo auðveldara sé fyrir starfsmenn Sorpu að sjá hvað leynist í pokunum þegar henda á ruslinu á réttan stað. Þá sé gott að halda plasti frá öðru rusli.Íslendingar hafa að undanförnu margir hverjir rifið sig á fætur og byrjað að labba um sitt nærumhverfi með ruslapoka í hönd. Í byrjun marsmánaðar var Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi stofnaður en þar deila meðlimir myndum og sögum af plokkinu. Í hópnum eru rúmlega þúsund meðlimir og margir hverjir afkastamiklir í plokkinu ef marka má færslurnar.Töluverða athygli vakti í síðustu viku þegar Svavar Hávarðsson, ritstjóri Fiskifrétta, fór út með syni sínum Atla að tína rusl í Laugarnesinu. Týndu þeir fullt jeppaskott af rusli. En þegar henda átti afrakstrinum á endurvinnslustöð Sorpu var þeim sagt að þeir yrðu að flokka ruslið áður en því væri hent hjá Sorpu. Bent hefur verið á að erfitt geti verið að labba um með marga poka til þess að flokka það rusl sem týnt er upp á víðavangi og spurðist Vísir fyrir um hjá Sorpu hvernig best væri fyrir Plokkara að losa sig við ruslið þegar á hólminn er komið. Í svari Sorpu við fyrirspurn Vísis segir að Sorpa sé með átak í gangi um að minna þann úrgang sem fari í urðun. Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu sé gámur með númerið 66, en hann er ætlaður undir blandaðan úrgang. Verið sé að reyna að minnka magnið sem fari í þann gám. „Hluti af þessu verkefni var að hætta að taka á móti svörtum ruslapokum og fá fólk til þess að nota glæra poka til þess að auðvelda okkar starfsfólki vinnuna við að leiðbeina fólki um í hvaða gáma hlutir eiga að fara,“ segir í svari Sorpu. Segir einnig að þeir sem plokki séu velkomnir á endurvinnslustöðvar Sorpu en mælst sé til þess að „plokkarar“ gefi sig fram við vaktstjóra á grenndarstöð, enda vilji Sorpa styðja þá íbúa sem taki þátt í þessu hreinsunarátaki. Eru þó „plokkarar“ hvattir til þess að reyna að flokka ruslið sem týnt er eftir fremsta megni, enda sé það markmið Sorpu að minnka það rusl sem fer til urðunar. Þá sé sérstaklega gott að halda plasti frá öðru rusli. „Kannski er ekki mikið mál að vera með tvo poka, einn fyrir plast og einn fyrir blandað, því við vitum að mikill meirihluti af þessu rusli er plast og ef það er hægt að halda því sér er það strax miklu betra,“ segir í svari Sorpu.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30