Erlent

Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástrala, segir árásin á feðginin hafi verið ófyrirleitin árás á okkur öll, eins og hann orðaði það í ræðu í nótt.
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástrala, segir árásin á feðginin hafi verið ófyrirleitin árás á okkur öll, eins og hann orðaði það í ræðu í nótt. vísir/getty
Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum.

Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástrala, segir að árásin á feðginin hafi verið ófyrirleitin árás á okkur öll, eins og hann orðaði það í ræðu í nótt. Rúmlega hundrað rússneskir diplómatar voru sendir heim frá rúmlega tuttugu löndum í gær.

Íslendingar taka þátt í aðgerðunum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Rússar harðneita nokkurri aðkomu að eiturefnaárásinni og hafa lofað mótaðgerðum af svipuðum toga, það er að senda erlenda erindreka heim frá Rússlandi.

Ástæða þess að Íslendingar vísa engum rússneskum erindreka úr landi er að sögn utanríkisráðherra sú að það myndi lama starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, verði einn íslenskur sendiráðsstarfsmaður rekinn frá Rússlandi, þar sem sendiráðið er svo lítið.


Tengdar fréttir

Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi

Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×