Innlent

ESA lokar máli um verðtryggð neytendalán

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mat ESA er að gildandi tilskipun um verðtryggð neytendalán sé rétt.
Mat ESA er að gildandi tilskipun um verðtryggð neytendalán sé rétt. vísir/vilhelm
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur lokið við að skoða kvörtun sem varðaði meinta ranga innleiðingu á tilskipun sem innleidd var í lög um neytendalán á Íslandi. Að því er fram kemur í tilkynningu frá ESA er það mat stofnunarinnar að gildandi tilskipun sé rétt en ESA getur ekki tekið afstöðu til innleiðingar eldri tilskipunar sem er fallin úr gildi.

„ESA getur ekki tekið afstöðu til laga sem eru ekki lengur í gildi á EES svæðinu eða á Íslandi og lokar því málinu í dag,“ er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni ESA, í tilkynningu.

Kvörtunin sneri að framkvæmd verðtryggðra neytendalána á Íslandi og tilskipanir  2008/48/EB og 87/102/EBE.

„Kvartandinn taldi að framkvæmdin væri ekki í samræmi við reglur Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) um upplýsingaskyldu lánveitenda varðandi kostnað vegna verðtryggingar. Með því hafi neytendum ekki verið veittar réttar upplýsingar um heildarlántökukostnað.

ESA barst kvörtunin í nóvember 2016 sem er eftir að ný tilskipun um sama efni tók gildi á EES svæðinu og ný lög um neytendalán tóku gildi á Íslandi. ESA komst að þeirri niðurstöðu að núverandi tilskipun um neytendalán hafi verið rétt innleidd. Núverandi lög kveða á um að lánveitenda beri að upplýsa lánþega um heildarlántökukostnað. Í ljósi þessa getur ESA ekki aðhafst frekar,“ segir í tilkynningu ESA.

Ákvörðun ESA má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×