Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2018 12:45 Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, segist vonast til þess að Rússar taki skilaboð vestrænna ríkja til sín og breyti hegðun sinni. Skjáskot/Stöð 2 Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent