Körfubolti

Keflvíkingur vill banna að spila leiki 28. mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingurinn Guðmundur Jónsson.
Keflvíkingurinn Guðmundur Jónsson. Vísr/Andri Marinó
Haukar og Keflavík mætast annað kvöld, 28. mars 2018, í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta.

Keflvíkingar hafa unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir á móti deildarmeisturum Hauka sem hafa misst niður 2-0 forystu.

Haukar náðu ekki að vinna þriðja leikinn á heimavelli og töpuðu svo aftur í Keflavík í síðasta leik.

Nú er það bara oddaleikur þar sem annað liðið fer í sumarfrí en hitt hoppar áfram í undanúrslitin.

Leikurinn fellur á 28. dags marsmánaðar og kannski gæti það skipt miklu máli. Saga örlaga Keflvíkinga síðustu ára segja okkur það að minnsta kosti.

Þessi dagsetning boðar ekki gott fyrir Keflvíkinga eins og Keflvíkingurinn Gísli Árni Gíslason benti svo réttilega á í Twitter færslu sinni.  Hann spyr hvort að mætti ekki banna leiki sem fara fram 28. mars.







Þegar Haukar og Keflavík mættust síðasta í oddaleik í átta liða úrslitunum þá var reyndar kominn 2. apríl og Keflavík búið að missa niður 2-0 forystu í einvíginu. Haukarnir unnu þrjá í röð og slógu Keflvíkinga þá út.

Upphaf sumarfrís Keflavíkurliðsins síðustu ár:

2017 - 11. apríl (84-86 tap fyrir KR í 4. leik í undanúrslitum)

2016 - 28. mars (68-98 tap fyrir Tindastól í 4. leik í 8 liða úrslitum)

2015 - 2. apríl (79-96 tap fyrir Haukum í oddaleik í 8 liða úrslitum)

2014 - 28. mars (93-94 tap fyrir Stjörnunni í 3. leik í 8 liða úrslitum)

2013 - 28. mars (77-82 tap fyrir Stjörnunni í oddaleik í 8 liða úrslitum)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×