„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 15:10 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Vísir/AFP Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25