Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 06:26 Fyrsta opinbera heimsókn Kim Jong-un telst til tíðinda og því er ekki nema von að fólk hafi fylgst grannt með. Vísir/Getty Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38
Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53