Rassálfur á Alþingi Davíð Þorláksson skrifar 28. mars 2018 06:37 Þingmenn eru mjög misforvitnir. Svo mjög að einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 77 fyrirspurnir til ráðherra á þessu þingi, sem eru fleiri fyrirspurnir en 41 annar þingmaður hefur lagt fram samanlagt. Þetta eru meira en tvær fyrirspurnir á hvern dag sem þingfundur hefur verið haldinn á þessu þingi. Allir hinir þingmennirnir hafa lagt fram 4,2 fyrirspurnir að meðaltali. Sá sem næstmest hefur spurt hefur lagt fram 18 fyrirspurnir. Sumar eru mikilvægar, eins og spurning um aksturskostnað þingmanna. Aðrar eru skrýtnar, eins og spurning um hversu margir atkvæðakassar hafi brotnað í hverjum alþingiskosningum síðan 2013. Enn aðrar hefði verið hægt að gúggla á nokkrum sekúndum, eins og spurninguna um hvert opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett sé. Oft eru margar spurningar í hverri fyrirspurn. Til dæmis er fyrirspurn um rekstur háskóla í 11 liðum og hver liður getur kallað á margþætt svar eins og spurning um hver fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl. 10 ár hafi verið. Réttur þingmanna til að fá svar við fyrirspurnum sínum til ráðherra er mikilvægur hluti af aðhaldshlutverki þingsins gagnvart ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Svona skrípaleikur gengisfellir hins vegar þetta hlutverk og bakar mikla vinnu og kostnað. Níu þingmenn hafa ekki séð ástæðu til að spyrja að neinu á yfirstandandi þingi. Það væri áhugavert ef einhver þeirra myndi spyrja hver kostnaður skattgreiðenda hefur verið við að svara öllum þessum fyrirspurnum Píratans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þingmenn eru mjög misforvitnir. Svo mjög að einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 77 fyrirspurnir til ráðherra á þessu þingi, sem eru fleiri fyrirspurnir en 41 annar þingmaður hefur lagt fram samanlagt. Þetta eru meira en tvær fyrirspurnir á hvern dag sem þingfundur hefur verið haldinn á þessu þingi. Allir hinir þingmennirnir hafa lagt fram 4,2 fyrirspurnir að meðaltali. Sá sem næstmest hefur spurt hefur lagt fram 18 fyrirspurnir. Sumar eru mikilvægar, eins og spurning um aksturskostnað þingmanna. Aðrar eru skrýtnar, eins og spurning um hversu margir atkvæðakassar hafi brotnað í hverjum alþingiskosningum síðan 2013. Enn aðrar hefði verið hægt að gúggla á nokkrum sekúndum, eins og spurninguna um hvert opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett sé. Oft eru margar spurningar í hverri fyrirspurn. Til dæmis er fyrirspurn um rekstur háskóla í 11 liðum og hver liður getur kallað á margþætt svar eins og spurning um hver fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl. 10 ár hafi verið. Réttur þingmanna til að fá svar við fyrirspurnum sínum til ráðherra er mikilvægur hluti af aðhaldshlutverki þingsins gagnvart ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Svona skrípaleikur gengisfellir hins vegar þetta hlutverk og bakar mikla vinnu og kostnað. Níu þingmenn hafa ekki séð ástæðu til að spyrja að neinu á yfirstandandi þingi. Það væri áhugavert ef einhver þeirra myndi spyrja hver kostnaður skattgreiðenda hefur verið við að svara öllum þessum fyrirspurnum Píratans.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun