Lífið

Fermingargreiðslur með áratuga millibili

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg yfirferð í Íslandi í dag.
Skemmtileg yfirferð í Íslandi í dag.
Sjónvarpskonan Vala Matt hefur verið að kynna sér fermingarnar út frá mörgum hliðum í þættinum Ísland í dag á Stöð 2.

Í gær skoðaði hún skreytingar fyrir bæði páska og fermingar með Þórunni Högnadóttur skreytingardrottningunni sjálfri. Þórunn lagði aðal áherslu á fallegar og ódýrar skreytingar.

Einnig fór Vala í gegnum fermingargreiðslurnar og hvernig þær hefðu þróast í gegnum árin. Mæðgurnar Þórunn og Birgitta voru í mjög ólíkum fötum og með mjög ólíkar hárgreiðslur á fermingardegi þeirra.

„Mín fermingarmynd fór aldrei upp á vegg og fer ekki upp á vegg,“ segir Þórunn Högnadóttir í samtali við Völu Matt.

„Ég var í raun með brodda ofan á hárinu og svona sítt að aftan,“ segir Þórunn sem fermdist árið 1985. Dóttir hennar fermdist ekki fyrir svo löngu og var hennar greiðsla allt önnur.

Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gærkvöldi í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×